Stjarna í bandarísku deildinni hegðaði sér eins og Hulk | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 12:30 Sebastian Giovinco. Vísir/Getty Hvað gerir þú þegar ekkert gengur upp fyrir framan markið í leik eftir leik? Ítalski framherjinn Sebastian Giovinco kom með sína útgáfu af því um helgina í leik Toronto FC og Chicago Fire í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Það var komið fram á 75. mínútu leiksins og Sebastian Giovinco gerði mjög vel í að koma sér í færi í teignum en skotið hans fór framhjá eins og öll hin skotin hans í undanförnum leikjum. Við þetta sauð upp úr hjá Sebastian Giovinco og hann greip í keppnistreyjuna sína og reif hana í tvennt eins og ofurhetjan Hulk. Það sást minna af þrútnum vöðum og græna litnum en viðbrögð Sebastian Giovinco hafa vakið mikla athygli á netinu. Sebastian Giovinco átti frábært tímabil í fyrra þegar hann skoraði 22 mörk og gaf 16 stoðsendingar sem skilaði honum útnefningunni besti leikmaður MLS-deildarinnar. Hann byrjaði 2016-tímabili vel, 8 mörk í fyrstu 10 leikjunum, en síðan hefur ekkert gengið upp hjá honum fyrir framan markið. Hann ætlaði sér að vera á EM í Frakklandi með ítalska landsliðinu en ekkert varð af því. Giovinco var nefnilega út í kuldanum þegar Antonio Conte valdi ítalska EM-hópinn og það hefur lítið gengið hjá honum síðan.Antonio Conte valdi EM-hópinn sinn 24. maí og skaut þá á bæði Sebastian Giovinco og Andrea Pirlo fyrir að velja það að spila frekar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frekar en í Evrópu. Sebastian Giovinco svaraði þessu með því að segjast ætla að sanna það inn á vellinum að hann ætti heima í landsliðinu. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Sebastian Giovinco skoraði síðast í MLS-deildinni 14. maí og hefur nú leikið sjö leiki í röð án þess að ná að skora. Hann lagði reyndar upp sigurmarkið í leik helgarinnar og endaði því leikinn aðeins sáttari. Það er kannski skiljanlegt að hann hafi verið orðinn pirraður í umræddum leik þar sem hann reyndi alls 13 skot. Giovinco er alls búinn að reyna 44 skot í þessum sjö markalausu leikjum sínum. Það er hægt að sjá pirring Sebastian Giovinco hér fyrir neðan. Kannski þarf hann aðeins þykkari treyju fyrir næsta leik.Giovinco just hulked out. pic.twitter.com/ZFVpMLTEjd— Total MLS (@TotalMLS) July 10, 2016 Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Hvað gerir þú þegar ekkert gengur upp fyrir framan markið í leik eftir leik? Ítalski framherjinn Sebastian Giovinco kom með sína útgáfu af því um helgina í leik Toronto FC og Chicago Fire í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Það var komið fram á 75. mínútu leiksins og Sebastian Giovinco gerði mjög vel í að koma sér í færi í teignum en skotið hans fór framhjá eins og öll hin skotin hans í undanförnum leikjum. Við þetta sauð upp úr hjá Sebastian Giovinco og hann greip í keppnistreyjuna sína og reif hana í tvennt eins og ofurhetjan Hulk. Það sást minna af þrútnum vöðum og græna litnum en viðbrögð Sebastian Giovinco hafa vakið mikla athygli á netinu. Sebastian Giovinco átti frábært tímabil í fyrra þegar hann skoraði 22 mörk og gaf 16 stoðsendingar sem skilaði honum útnefningunni besti leikmaður MLS-deildarinnar. Hann byrjaði 2016-tímabili vel, 8 mörk í fyrstu 10 leikjunum, en síðan hefur ekkert gengið upp hjá honum fyrir framan markið. Hann ætlaði sér að vera á EM í Frakklandi með ítalska landsliðinu en ekkert varð af því. Giovinco var nefnilega út í kuldanum þegar Antonio Conte valdi ítalska EM-hópinn og það hefur lítið gengið hjá honum síðan.Antonio Conte valdi EM-hópinn sinn 24. maí og skaut þá á bæði Sebastian Giovinco og Andrea Pirlo fyrir að velja það að spila frekar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frekar en í Evrópu. Sebastian Giovinco svaraði þessu með því að segjast ætla að sanna það inn á vellinum að hann ætti heima í landsliðinu. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Sebastian Giovinco skoraði síðast í MLS-deildinni 14. maí og hefur nú leikið sjö leiki í röð án þess að ná að skora. Hann lagði reyndar upp sigurmarkið í leik helgarinnar og endaði því leikinn aðeins sáttari. Það er kannski skiljanlegt að hann hafi verið orðinn pirraður í umræddum leik þar sem hann reyndi alls 13 skot. Giovinco er alls búinn að reyna 44 skot í þessum sjö markalausu leikjum sínum. Það er hægt að sjá pirring Sebastian Giovinco hér fyrir neðan. Kannski þarf hann aðeins þykkari treyju fyrir næsta leik.Giovinco just hulked out. pic.twitter.com/ZFVpMLTEjd— Total MLS (@TotalMLS) July 10, 2016
Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira