Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2016 12:47 Neytendur hafa brugðið á það ráð að sniðganga vörur frá Mjólkursamsölunni í mótmælaskyni. Vísir/Stefán Neytendur virðast farnir að sniðganga Mjólkursamsöluna í stórum stíl og hafa fært viðskipti sín til annarra mjólkurframleiðenda. Hillur í stórverslunum eru farnar að tæmast af vörum frá mjólkurframleiðendunum KÚ og Örnu. Ástæða sniðgöngunnar er 480 milljóna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði nýlega á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að hækka þyrfti vöruverð til að eiga fyrir sektinni. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur til að mynda aukist mikið, en að sögn framkvæmdastjóra Örnu nær fyrirtækið enn sem komið er að anna eftirspurn. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir að búast með við að einhver skortur verði á vörum frá fyrirtækinu á næstu dögum, en að starfsfólk geri hvað það geti til að anna eftirspurninni. „Það er mjög aukin eftirspurn og við höfum verið að senda fleiri pantanir í verslanir. Eins og um helgina kláruðust vörur frá okkur og hingað eru að hringja neytendur til þess að spyrja hvar þeir geta keypt vöruna, fyrirtæki að hringja hingað til þess að óska eftir flytja viðskipti til okkar. Þannig að við finnum fyrir mjög aukinni sölu í verslunum," segir Ólafur. Hann segir að brugðist verði við meðal annars með því að auka framboð á vörum og að búast megi við nýjum vörum í næsta eða þarnæsta mánuði. „Núna munu neytendur á næstu vikum sjá aukið framboð frá okkur á vörum. Við munum koma með sýrðar vörur og munum koma með vörur í fernum sem verða mjólkurvörum, bæði sýrðar og ferskar mjólkurvörur, og svo komum við með rifinn ost." Þá segir hann að flestar verslanir sýni vörum fyrirtækisins mikinn áhuga. Hins vegar sé ákveðnar verslanir sem neiti að skipta við það vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir á milli mjólkurbúsins Kú og MS. Það sé afar dapurt, en að hann virði þá ákvörðun. „Það er nú svo einkennilegt að á síðasta ári og í kjölfar þess að þessi mál fóru í svona mikla hörku á milli okkar MS þá hefur samvinnuverslun í landinu sniðgengið okkar vörur. Þannig að okkar vörur fást ekki í verslunum Samkaupa og ekki í Skagfirðingabúð og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga," segir Ólafur. „Þetta er auðvitað bara dapurlegt en við erum ekki að ergja okkur á því. Við finnum fyrir velvild neytenda og án þeirra stuðnings gætum við þetta ekki. Þær verslanir aðrar sem eru á markaðnum hafa stutt okkur með ráð og dáð, sýnt okkur ótrúlegt umburðarlyndi og velvilja og fyrir það er ég fyrst og fremst þakklátur. Við erfum það ekki þó einhverjir taki afstöðu til þessara mála á þessum grunni." Tengdar fréttir Örnuvörur seljast glatt 12. júlí 2016 08:00 FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Neytendur virðast farnir að sniðganga Mjólkursamsöluna í stórum stíl og hafa fært viðskipti sín til annarra mjólkurframleiðenda. Hillur í stórverslunum eru farnar að tæmast af vörum frá mjólkurframleiðendunum KÚ og Örnu. Ástæða sniðgöngunnar er 480 milljóna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði nýlega á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að hækka þyrfti vöruverð til að eiga fyrir sektinni. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur til að mynda aukist mikið, en að sögn framkvæmdastjóra Örnu nær fyrirtækið enn sem komið er að anna eftirspurn. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir að búast með við að einhver skortur verði á vörum frá fyrirtækinu á næstu dögum, en að starfsfólk geri hvað það geti til að anna eftirspurninni. „Það er mjög aukin eftirspurn og við höfum verið að senda fleiri pantanir í verslanir. Eins og um helgina kláruðust vörur frá okkur og hingað eru að hringja neytendur til þess að spyrja hvar þeir geta keypt vöruna, fyrirtæki að hringja hingað til þess að óska eftir flytja viðskipti til okkar. Þannig að við finnum fyrir mjög aukinni sölu í verslunum," segir Ólafur. Hann segir að brugðist verði við meðal annars með því að auka framboð á vörum og að búast megi við nýjum vörum í næsta eða þarnæsta mánuði. „Núna munu neytendur á næstu vikum sjá aukið framboð frá okkur á vörum. Við munum koma með sýrðar vörur og munum koma með vörur í fernum sem verða mjólkurvörum, bæði sýrðar og ferskar mjólkurvörur, og svo komum við með rifinn ost." Þá segir hann að flestar verslanir sýni vörum fyrirtækisins mikinn áhuga. Hins vegar sé ákveðnar verslanir sem neiti að skipta við það vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir á milli mjólkurbúsins Kú og MS. Það sé afar dapurt, en að hann virði þá ákvörðun. „Það er nú svo einkennilegt að á síðasta ári og í kjölfar þess að þessi mál fóru í svona mikla hörku á milli okkar MS þá hefur samvinnuverslun í landinu sniðgengið okkar vörur. Þannig að okkar vörur fást ekki í verslunum Samkaupa og ekki í Skagfirðingabúð og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga," segir Ólafur. „Þetta er auðvitað bara dapurlegt en við erum ekki að ergja okkur á því. Við finnum fyrir velvild neytenda og án þeirra stuðnings gætum við þetta ekki. Þær verslanir aðrar sem eru á markaðnum hafa stutt okkur með ráð og dáð, sýnt okkur ótrúlegt umburðarlyndi og velvilja og fyrir það er ég fyrst og fremst þakklátur. Við erfum það ekki þó einhverjir taki afstöðu til þessara mála á þessum grunni."
Tengdar fréttir Örnuvörur seljast glatt 12. júlí 2016 08:00 FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44