FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 13:46 FA vill að Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Vísir/Stefán Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga sem að mati FA fela í sér að einokunarstaða MS verði fest enn frekar í sessi. Því hvetur FA Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að búvörusamningarnir sem þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði fyrr á árinu muni taka breytingum í meðförum þingsins þar sem ekki er meirihluti fyrir samningunum. Þá sektaði Samkeppniseftirlitið MS um hálfan milljarð fyrir helgi vegna verðlagningar fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk en MS seldi Mjólku 2 mjólkina á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. „Í búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar eru ákvæði sem festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og þá undanþágu frá samkeppnislögum sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins getur Alþingi ekki leyft sér að staðfesta þann samning óbreyttan. Við ítrekum það sem FA hefur áður sagt; að þingið samþykki hvorki samninginn né frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörusamninga heldur leggi fyrir ráðherrann að semja upp á nýtt við bændur. Alþingi hefur löggjafarvaldið og hefur í hendi sér hvert framhald þessa máls verður. Bændasamtök Íslands segja löggjafarvaldinu ekki fyrir verkum, ekki ráðherrann heldur,“ segir Ólafur Stephensen formaður FA í frétt á vef félagsins. Að hans mati á Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. „Yfirlýsingar forsvarsmanna MS um að neytendur verði einfaldlega látnir taka höggið af refsingu samkeppnisyfirvalda fyrir lögbrot fyrirtækisins hljóta líka að vekja fólki ugg. Það að menn skuli leyfa sér að tala svona sýnir í raun í hversu yfirgnæfandi einokunarstöðu MS er; þar hafa menn engar áhyggjur af því að veikja samkeppnisstöðu sína með því að velta stjórnvaldssekt yfir á neytendur. Við hljótum að vera komin að þeim tímapunkti að samkeppnisyfirvöld íhugi að nýta heimildir sínar lögum samkvæmt til að skipta upp einokunarrisanum á mjólkurmarkaði,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga sem að mati FA fela í sér að einokunarstaða MS verði fest enn frekar í sessi. Því hvetur FA Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að búvörusamningarnir sem þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði fyrr á árinu muni taka breytingum í meðförum þingsins þar sem ekki er meirihluti fyrir samningunum. Þá sektaði Samkeppniseftirlitið MS um hálfan milljarð fyrir helgi vegna verðlagningar fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk en MS seldi Mjólku 2 mjólkina á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. „Í búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar eru ákvæði sem festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og þá undanþágu frá samkeppnislögum sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins getur Alþingi ekki leyft sér að staðfesta þann samning óbreyttan. Við ítrekum það sem FA hefur áður sagt; að þingið samþykki hvorki samninginn né frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörusamninga heldur leggi fyrir ráðherrann að semja upp á nýtt við bændur. Alþingi hefur löggjafarvaldið og hefur í hendi sér hvert framhald þessa máls verður. Bændasamtök Íslands segja löggjafarvaldinu ekki fyrir verkum, ekki ráðherrann heldur,“ segir Ólafur Stephensen formaður FA í frétt á vef félagsins. Að hans mati á Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. „Yfirlýsingar forsvarsmanna MS um að neytendur verði einfaldlega látnir taka höggið af refsingu samkeppnisyfirvalda fyrir lögbrot fyrirtækisins hljóta líka að vekja fólki ugg. Það að menn skuli leyfa sér að tala svona sýnir í raun í hversu yfirgnæfandi einokunarstöðu MS er; þar hafa menn engar áhyggjur af því að veikja samkeppnisstöðu sína með því að velta stjórnvaldssekt yfir á neytendur. Við hljótum að vera komin að þeim tímapunkti að samkeppnisyfirvöld íhugi að nýta heimildir sínar lögum samkvæmt til að skipta upp einokunarrisanum á mjólkurmarkaði,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira
MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10