FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 13:46 FA vill að Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Vísir/Stefán Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga sem að mati FA fela í sér að einokunarstaða MS verði fest enn frekar í sessi. Því hvetur FA Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að búvörusamningarnir sem þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði fyrr á árinu muni taka breytingum í meðförum þingsins þar sem ekki er meirihluti fyrir samningunum. Þá sektaði Samkeppniseftirlitið MS um hálfan milljarð fyrir helgi vegna verðlagningar fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk en MS seldi Mjólku 2 mjólkina á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. „Í búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar eru ákvæði sem festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og þá undanþágu frá samkeppnislögum sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins getur Alþingi ekki leyft sér að staðfesta þann samning óbreyttan. Við ítrekum það sem FA hefur áður sagt; að þingið samþykki hvorki samninginn né frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörusamninga heldur leggi fyrir ráðherrann að semja upp á nýtt við bændur. Alþingi hefur löggjafarvaldið og hefur í hendi sér hvert framhald þessa máls verður. Bændasamtök Íslands segja löggjafarvaldinu ekki fyrir verkum, ekki ráðherrann heldur,“ segir Ólafur Stephensen formaður FA í frétt á vef félagsins. Að hans mati á Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. „Yfirlýsingar forsvarsmanna MS um að neytendur verði einfaldlega látnir taka höggið af refsingu samkeppnisyfirvalda fyrir lögbrot fyrirtækisins hljóta líka að vekja fólki ugg. Það að menn skuli leyfa sér að tala svona sýnir í raun í hversu yfirgnæfandi einokunarstöðu MS er; þar hafa menn engar áhyggjur af því að veikja samkeppnisstöðu sína með því að velta stjórnvaldssekt yfir á neytendur. Við hljótum að vera komin að þeim tímapunkti að samkeppnisyfirvöld íhugi að nýta heimildir sínar lögum samkvæmt til að skipta upp einokunarrisanum á mjólkurmarkaði,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga sem að mati FA fela í sér að einokunarstaða MS verði fest enn frekar í sessi. Því hvetur FA Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að búvörusamningarnir sem þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði fyrr á árinu muni taka breytingum í meðförum þingsins þar sem ekki er meirihluti fyrir samningunum. Þá sektaði Samkeppniseftirlitið MS um hálfan milljarð fyrir helgi vegna verðlagningar fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk en MS seldi Mjólku 2 mjólkina á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. „Í búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar eru ákvæði sem festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og þá undanþágu frá samkeppnislögum sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins getur Alþingi ekki leyft sér að staðfesta þann samning óbreyttan. Við ítrekum það sem FA hefur áður sagt; að þingið samþykki hvorki samninginn né frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörusamninga heldur leggi fyrir ráðherrann að semja upp á nýtt við bændur. Alþingi hefur löggjafarvaldið og hefur í hendi sér hvert framhald þessa máls verður. Bændasamtök Íslands segja löggjafarvaldinu ekki fyrir verkum, ekki ráðherrann heldur,“ segir Ólafur Stephensen formaður FA í frétt á vef félagsins. Að hans mati á Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. „Yfirlýsingar forsvarsmanna MS um að neytendur verði einfaldlega látnir taka höggið af refsingu samkeppnisyfirvalda fyrir lögbrot fyrirtækisins hljóta líka að vekja fólki ugg. Það að menn skuli leyfa sér að tala svona sýnir í raun í hversu yfirgnæfandi einokunarstöðu MS er; þar hafa menn engar áhyggjur af því að veikja samkeppnisstöðu sína með því að velta stjórnvaldssekt yfir á neytendur. Við hljótum að vera komin að þeim tímapunkti að samkeppnisyfirvöld íhugi að nýta heimildir sínar lögum samkvæmt til að skipta upp einokunarrisanum á mjólkurmarkaði,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10