Innlent

Örnuvörur seljast glatt

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Tómur mjólkurkælir í stórverslun í Reykjavík.
Tómur mjólkurkælir í stórverslun í Reykjavík. Mynd/ÓlafurStephensen
Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur aukist mikið síðan MS var sektað um tæpan hálfan milljarð fyrir brot á samkeppnislögum. Neytendur hafa stundum gripið í tómt og eru hillur í stórverslunum að tæmast af vörum þeirra.

Þegar Samkeppniseftirlitið lagði 370 milljóna króna sekt á Mjólkursamsöluna í september 2014 varð einnig mikil aukning á sölu á vörum frá Örnu.

„Við höfum orðið vör við að það er aukinn áhugi á okkar vörum, við gerum okkar besta til að ná að anna eftirspurn, við höfum gengið áður í gegnum svipað ástand,“ segir Hálfdán Óskarsson hjá Örnu. „Okkur finnst að við eigum ekki að greiða hærra verð en aðrir mjólkurframleiðendur og að niðurstaðan verði sú á endanum að við sitjum við sama borð og aðrir.“ 

 

Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×