Fótbolti

Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikurinn á Laugardalsvelli 1998 er mörgum í fersku minni.
Leikurinn á Laugardalsvelli 1998 er mörgum í fersku minni.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, var spurður út í heimsókn Frakka til Íslands haustið 1998 þegar þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli gegn okkar mönnum. Athygli vakti fyrir leik að leikmenn Frakka fóru margir hverjir að hlæja þegar Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng þjóðsöng Frakka.

„Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Descamps. „Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með,“ bætti þjálfarinn við.

Flutningur Jóhanns Friðgeirs á þjóðsöngnum var fyrir tveimur árum valinn sá versti af franska íþróttablaðinu L'Équipe. Jóhann Friðgeir var spurður út í flutninginn í viðtali á Vísi og sagðist vita vel hvers vegna þeir hefðu verið að hlæja. Þeir hefðu hegðað sér eins og kjánar.

„Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“

Sjá einnig:Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti

„Leikurinn kom okkur aftur niður á jörðina því við svifum á bleiku skýi eftir heimsmeistarakeppnin,“ sagði Deschamps sem var fyrirliði Frakka bæði á HM 1998 og aftur á EM í Belgíu og Hollandi 2000 þar sem Frakkar unnu aftur.

„Við náðum samt jafntefli en þessi leikur heyrir fortíðinni til. Við berum mikla virðingu fyrir því sem Ísland hefur gert og er að gera.“

Þá bætti Deschamps við að hafa yrði í huga að íslenskir leikmenn væru ekki bara einhver lítil númer. Ísland væri með atvinnumenn í ensku úrvalsdeildinni og liðið hefði ekki náð þessum árangri fyrir tilviljun. Ísland hafi verðskuldað sigur sinn gegn Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×