Íslendingar gáfu ekki eftir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2016 10:30 Sverrir velti fyrir sér í ritgerðinni hvers vegna smáríkið Ísland bar sigurorð af breska heimsveldinu í þorskastríðunum. Vísir/Hanna Þetta var heiður. Ég fékk líka 100 punda inneign hjá Amazon og hugsa að ég kaupi nokkrar kvikmyndir til að horfa á, það er eiginlega aðaltómstundaiðja mín fyrir utan að lesa bækur og greinar um alþjóðastjórnmál.“ Þetta segir Sverrir Steinsson um verðlaun sem Félag stjórnmálafræðinga sæmdi hann nýlega fyrir lokaritgerð sína í meistaranámi við HÍ. Hún fjallaði um þorskastríðin á síðustu öld. Af hverju valdi hann það efni? „Ég tók fyrir alþjóðasamskipti í MA-náminu og lærði um þorskastríðin á fyrstu önninni. Það var aðallega sagnfræðileg yfirferð um hvaða atburðir voru að gerast og hver sjónarmið þeirra aðila sem tóku þátt í þeim voru, einkum Íslendinga. Mér fannst vanta að setja þessi átök í samhengi við þær kenningar sem við vorum að lesa um í öðrum námskeiðum í skólanum, svo þar var glufa.“ Sverrir nefnir kenningar eins og nýraunsæi sem miði við að ráðamenn setji öryggishagsmuni í fyrsta sæti; líka frjálslyndisstefnu sem leggi áherslu á þætti eins og lýðræði og viðskipti og auki líkur á friðsamlegum samskiptum. En gilda sömu kenningar nú og á tímum þorskastríðanna? „Já, kenningarnar eru flestar sígildar og þó að þær taki breytingum með tímanum hafa þær mikið að segja bæði um gamla atburði og nýrri,“ svarar Sverrir sem kemst að þeirri niðurstöðu að bæði Bretar og Íslendingar hafi vanmetið hinn aðilann. „Báðir héldu að hinn mundi horfa í kostnaðinn og semja,“ segir hann. „Með tímanum áttuðu Bretar sig þó á að íslenskir ráðamenn gátu ekki bakkað, þá hefði almenningur refsað þeim, þrýstingurinn var svo mikill frá hagsmunaaðilum. Landsmenn hefðu litið á það sem svik ef ráðamenn hefðu samið. Svo þegar öryggishagsmunum var teflt í tvísýnu áttu Bretar auðveldara með að gefa eftir.“ Sverrir skilaði ritgerðinni á ensku, hann flutti hingað heim frá Svíþjóð 2005 og kveðst eiga auðveldara með að skrifa akademískar ritgerðir á ensku en íslensku. „Þó hefur meira verið skrifað um þorskastríðin á íslensku en ensku og því hafa erlendir fræðimenn átt erfitt með að afla sér heimilda um þau en á Íslandi höfum við ágætar bækur.“ Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Þetta var heiður. Ég fékk líka 100 punda inneign hjá Amazon og hugsa að ég kaupi nokkrar kvikmyndir til að horfa á, það er eiginlega aðaltómstundaiðja mín fyrir utan að lesa bækur og greinar um alþjóðastjórnmál.“ Þetta segir Sverrir Steinsson um verðlaun sem Félag stjórnmálafræðinga sæmdi hann nýlega fyrir lokaritgerð sína í meistaranámi við HÍ. Hún fjallaði um þorskastríðin á síðustu öld. Af hverju valdi hann það efni? „Ég tók fyrir alþjóðasamskipti í MA-náminu og lærði um þorskastríðin á fyrstu önninni. Það var aðallega sagnfræðileg yfirferð um hvaða atburðir voru að gerast og hver sjónarmið þeirra aðila sem tóku þátt í þeim voru, einkum Íslendinga. Mér fannst vanta að setja þessi átök í samhengi við þær kenningar sem við vorum að lesa um í öðrum námskeiðum í skólanum, svo þar var glufa.“ Sverrir nefnir kenningar eins og nýraunsæi sem miði við að ráðamenn setji öryggishagsmuni í fyrsta sæti; líka frjálslyndisstefnu sem leggi áherslu á þætti eins og lýðræði og viðskipti og auki líkur á friðsamlegum samskiptum. En gilda sömu kenningar nú og á tímum þorskastríðanna? „Já, kenningarnar eru flestar sígildar og þó að þær taki breytingum með tímanum hafa þær mikið að segja bæði um gamla atburði og nýrri,“ svarar Sverrir sem kemst að þeirri niðurstöðu að bæði Bretar og Íslendingar hafi vanmetið hinn aðilann. „Báðir héldu að hinn mundi horfa í kostnaðinn og semja,“ segir hann. „Með tímanum áttuðu Bretar sig þó á að íslenskir ráðamenn gátu ekki bakkað, þá hefði almenningur refsað þeim, þrýstingurinn var svo mikill frá hagsmunaaðilum. Landsmenn hefðu litið á það sem svik ef ráðamenn hefðu samið. Svo þegar öryggishagsmunum var teflt í tvísýnu áttu Bretar auðveldara með að gefa eftir.“ Sverrir skilaði ritgerðinni á ensku, hann flutti hingað heim frá Svíþjóð 2005 og kveðst eiga auðveldara með að skrifa akademískar ritgerðir á ensku en íslensku. „Þó hefur meira verið skrifað um þorskastríðin á íslensku en ensku og því hafa erlendir fræðimenn átt erfitt með að afla sér heimilda um þau en á Íslandi höfum við ágætar bækur.“
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira