Erlent

Tveggja ára drengur tekinn af krókódíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að tveggja ára dreng sem dreginn var út í vatn af krókódíl nærri hóteli Disney í Flórída í nótt. Drengurinn var að vaða ásamt fjölskyldu sinni í vatni nálægt hótelinu Grand Floridian Resort & SPA að kvöldi til þegar krókódíllinn réðst á hann og dró hann á brott.

Faðir drengsins reyndi að koma honum til bjargar en tókst það ekki. Litlar líkur eru taldar á því að drengurinn sé á lífi, en björgunarmenn segjast halda í vonina.

Drengurinn er sagður hafa verið á á 30 sentímetra dýpi þegar krókódíllin réðst á hann. Við vatnið var búið að koma fyrir skiltum sem á stóð að bannað væri að synda í því.

Búið er að finna fjóra krókódíla í vatninu, en enginn þeirra virðist hafa ráðist á drenginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×