Enski boltinn

Vardy nálgast Arsenal | Læknisskoðun á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jamie Vardy, leikmaður Englandsmeistara Leicester City, gangi í raðir Arsenal.

Samkvæmt heimildum ESPN mun Vardy gangast undir læknisskoðun hjá Lundúnaliðinu á morgun. Vardy fer með enska landsliðinu til Frakklands á mánudaginn og Arsenal vill því ganga frá kaupunum sem fyrst.

Arsenal virkjaði riftunarverð í samningi Vardys þegar félagið bauð 22 milljónir punda í framherjann öfluga.

Arsenal er þegar búið að kaupa svissneska miðjumanninn Granit Xhaka frá Borussia Mönchengladbach og ætlar sér greinilega að bæta fleiri leikmönnum við fyrir næsta tímabil.

Vardy, sem er 29 ára gamall, skoraði 24 mörk fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann var valinn í leikmannahóp enska landsliðsins sem fer á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×