Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2016 10:30 Snorri Helgason með skemmtilegt myndband. vísir Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra. Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra. Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit. Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni. Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu. Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra. Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra. Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit. Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni. Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu.
Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira