David Ginola fluttur með hraði á sjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2016 12:00 David Ginola. Vísir/Getty David Ginola, fyrrum leikmaður Newcastle United og Tottenham Hotspur, er á sjúkrahúsi eftir að hafa hnigið niður í gær. Óttast er að Ginola hafi fengið hjartaáfall en hann var að taka þátt í golfmóti á sumardvalarstaðnum Mandelieu í suðurhluta Frakklands. Golfmótið átti að hefjast seinna um daginn en Ginola var gestur Jean-Stéphane Camérini sem heldur Mapauto golfmótið. Franska blaðið Nice-Matin segir frá þessu í dag en Ginola var um klukkan hálf fimm að staðartíma í gær fluttur með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. David Ginola er 49 ára gamall og hafði ekki sýnt nein merki um að honum liði illa áður en þetta gerðist. Ginola er nú á hjartadeildinni á sjúkrahúsi Grace prinsessu í Mónakó. Newcastle United keypti David Ginola á 2,5 milljónir punda árið 1995. Hann lék alls 195 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Newcastle, Tottenham, Aston Villa og Everton en hann skoraði í þeim 21 mark. Ginola vakti mikla athygli fyrir tilþrif sín í enska boltanum en hann fékk ekki mörg tækifæri með franska landsliðinu og lék bara 17 landsleiki. David Ginola var kosinn leikmaður ársins 1999 þegar hann var á sínu síðasta tímabili með Tottenham. Hann lagði skóna á hilluna árið 2012. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
David Ginola, fyrrum leikmaður Newcastle United og Tottenham Hotspur, er á sjúkrahúsi eftir að hafa hnigið niður í gær. Óttast er að Ginola hafi fengið hjartaáfall en hann var að taka þátt í golfmóti á sumardvalarstaðnum Mandelieu í suðurhluta Frakklands. Golfmótið átti að hefjast seinna um daginn en Ginola var gestur Jean-Stéphane Camérini sem heldur Mapauto golfmótið. Franska blaðið Nice-Matin segir frá þessu í dag en Ginola var um klukkan hálf fimm að staðartíma í gær fluttur með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. David Ginola er 49 ára gamall og hafði ekki sýnt nein merki um að honum liði illa áður en þetta gerðist. Ginola er nú á hjartadeildinni á sjúkrahúsi Grace prinsessu í Mónakó. Newcastle United keypti David Ginola á 2,5 milljónir punda árið 1995. Hann lék alls 195 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Newcastle, Tottenham, Aston Villa og Everton en hann skoraði í þeim 21 mark. Ginola vakti mikla athygli fyrir tilþrif sín í enska boltanum en hann fékk ekki mörg tækifæri með franska landsliðinu og lék bara 17 landsleiki. David Ginola var kosinn leikmaður ársins 1999 þegar hann var á sínu síðasta tímabili með Tottenham. Hann lagði skóna á hilluna árið 2012.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira