Pardew, Sealey, Leighton og allir hinir: Þetta gerðist þegar United og Palace mættust 1990 | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2016 08:00 Lee Martin skorar sigurmark United í seinni bikarúrslitaleiknum 1990. vísir/getty Manchester United og Crystal Palace mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley nú síðdegis. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þessi sömu lið mættust í bikarúrslitum árið 1990, fyrir 26 árum, þar sem United hafði betur í endurteknum leik. Það var fyrsti titilinn sem United vann undir stjórn Sir Alex Ferguson og markaði upphafið að sigurgöngu liðsins næstu 23 árin. Á þessum tíma var Palace hins vegar nýliði í ensku 1. deildinni en hafði á góðu liði að skipa. Knattspyrnustjóri Palace var Steve Coppell, fyrrverandi leikmaður United, og meðal leikmanna liðsins má nefna markvörðinn Nigel Martyn, miðjumennina Geoff Thomas og John Salako og framherjana Mark Bright og Ian Wright sem átti svo eftir að gera garðinn frægan með Arsenal.Pardew í baráttunni við Bryan Robson, fyrirliða United, í fyrri bikarúrslitaleiknum fyrir 26 árum.vísir/gettyÁ miðjunni var svo 28 ára gamall Lundúnastrákur að nafni Alan Pardew, núverandi knattspyrnustjóri Palace. Ferilinn hjá Pardew fór rólega af stað en hann spilaði lengi vel í utandeildinni. En stóra tækifærið kom 1987 þegar Palace keypti Pardew af Yeovil Town fyrir 7500 pund. Pardew spilaði með Palace til 1991 en hápunkturinn á þeim tíma var þegar hann skoraði sigurmark Palace í ótrúlegum 4-3 sigri á Liverpool í undanúrslitum bikarkeppninnar 1990. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Tímabilið 1989-90 endaði Palace í 15. sæti 1. deildarinnar með 48 stig, jafnmörg og United sem endaði tveimur sætum ofar með betri markatölu. Þetta var erfitt tímabil hjá United og Ferguson var undir mikilli pressu. En þótt United hafi gengið illa í deildinni átti liðið góðu gengi að fagna í bikarkeppninni. Eftir sigra á Nottingham Forest, Hereford United, Newcastle United, Sheffield United og Oldham Athletic beið lærisveina Fergusons úrslitaleikur á Wembley. Úrslitaleikurinn 12. maí var opinn og skemmtilegur, allt öðruvísi en seinni leikurinn fimm dögum síðar þar sem baráttan var í fyrirrúmi. Palace komst yfir á 18. mínútu þegar miðvörðurinn Gary O'Reilly skallaði boltann í netið. Bryan Robson, fyrirliði United, jafnaði metin á 35. mínútu með skalla og á 62. mínútu kom Mark Hughes United-mönnum svo yfir með skoti vinstra megin úr teignum. Coppell brást við með því að setja Wright inn á og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að jafna metin eftir að hafa farið illa með Gary Pallister, miðvörð United. Liðunum tókst ekki að bæta við mörkum í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Wright Palace í 3-2 með sínu öðru marki og staða Lundúnaliðsins góð. En Hughes jafnaði metin á 113. mínútu eftir stungusendingu frá Danny Wallace og tryggði United annan leik.Jim Leighton gerði mistök í fyrri bikarúrslitaleiknum og var tekinn úr liðinu.vísir/gettyFerguson tók stóra ákvörðun fyrir seinni leikinn þegar byrjaði með Les Sealey í markinu í stað Jims Leighton sem átti erfitt uppdráttar í fyrri leiknum. Ákvörðunin var erfið í ljósi þess að Leighton hafði lengi spilað lengi fyrir Ferguson, hjá Aberdeen, skoska landsliðinu og United. Eftir þennan örlagaríka leik lá leiðin niður á við hjá Leighton og hann hefur aldrei fyrirgefið Ferguson fyrir það sem hann gerði. En ákvörðunin reyndist rétt. Sealey kom til United frá Luton Town í desember 1989 og hafði aðeins leikið tvo leiki fyrir úrslitaleikinn 17. maí. Eins og fram kemur í umfjöllun Daily Mail um væntanlega ævisögu Sealey, Definitely Mental, reyndu leikmenn Palace allt sem þeir gátu til að koma honum úr jafnvægi en án árangurs. Sealey er sannkölluð „költ-hetja“ á Old Trafford en hann spilaði frábærlega í bikarúrslitaleiknum og sá til þess að United hélt hreinu. Eitt mark dugði því til sigurs en það gerði vinstri bakvörðurinn Lee Martin á 59. mínútu eftir laglega sókn.Les Sealey átti stóran þátt í að tryggja United bikarmeistaratitilinn 1990.vísir/gettyUnited-menn fögnuðu í leikslok, fyrsta titlinum undir stjórn Fergusons og the rest is history eins og sagt er. Þrátt fyrir alla dramatíkina í kringum markmannsskiptin voru Sealey og Leighton miklir vinir og sá fyrrnefndi gaf vonsviknum Leighton medalíuna sína eftir bikarúrslitaleikinn. Sealey var aðalmarkvörður United tímabilið 1990-91 og stóð í markinu þegar liðið vann Barcelona í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Leighton spilaði hins vegar aðeins einn leik í viðbót fyrir United. Sealey fór til Aston Villa 1991 en sneri aftur til United tveimur árum síðar. Síðustu ár ferilsins flakkaði Sealey á milli liða áður en hann endaði sem markmannsþjálfari hjá West Ham. Hann lést 2001 af völdum hjartaáfalls, aðeins 43 ára að aldri. Leighton var einn þeirra sem bar kistuna í jarðarför Sealey, mannsins sem skrifaði sig í sögubækur United með eftirminnilegum hætti maíkvöld eitt fyrir 26 árum.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum FA Cup - Preview Show sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gær. Þar er m.a. rætt við Lee Martin og Mark Bright um bikarúrslitaleikinn 1990. Enski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Manchester United og Crystal Palace mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley nú síðdegis. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þessi sömu lið mættust í bikarúrslitum árið 1990, fyrir 26 árum, þar sem United hafði betur í endurteknum leik. Það var fyrsti titilinn sem United vann undir stjórn Sir Alex Ferguson og markaði upphafið að sigurgöngu liðsins næstu 23 árin. Á þessum tíma var Palace hins vegar nýliði í ensku 1. deildinni en hafði á góðu liði að skipa. Knattspyrnustjóri Palace var Steve Coppell, fyrrverandi leikmaður United, og meðal leikmanna liðsins má nefna markvörðinn Nigel Martyn, miðjumennina Geoff Thomas og John Salako og framherjana Mark Bright og Ian Wright sem átti svo eftir að gera garðinn frægan með Arsenal.Pardew í baráttunni við Bryan Robson, fyrirliða United, í fyrri bikarúrslitaleiknum fyrir 26 árum.vísir/gettyÁ miðjunni var svo 28 ára gamall Lundúnastrákur að nafni Alan Pardew, núverandi knattspyrnustjóri Palace. Ferilinn hjá Pardew fór rólega af stað en hann spilaði lengi vel í utandeildinni. En stóra tækifærið kom 1987 þegar Palace keypti Pardew af Yeovil Town fyrir 7500 pund. Pardew spilaði með Palace til 1991 en hápunkturinn á þeim tíma var þegar hann skoraði sigurmark Palace í ótrúlegum 4-3 sigri á Liverpool í undanúrslitum bikarkeppninnar 1990. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Tímabilið 1989-90 endaði Palace í 15. sæti 1. deildarinnar með 48 stig, jafnmörg og United sem endaði tveimur sætum ofar með betri markatölu. Þetta var erfitt tímabil hjá United og Ferguson var undir mikilli pressu. En þótt United hafi gengið illa í deildinni átti liðið góðu gengi að fagna í bikarkeppninni. Eftir sigra á Nottingham Forest, Hereford United, Newcastle United, Sheffield United og Oldham Athletic beið lærisveina Fergusons úrslitaleikur á Wembley. Úrslitaleikurinn 12. maí var opinn og skemmtilegur, allt öðruvísi en seinni leikurinn fimm dögum síðar þar sem baráttan var í fyrirrúmi. Palace komst yfir á 18. mínútu þegar miðvörðurinn Gary O'Reilly skallaði boltann í netið. Bryan Robson, fyrirliði United, jafnaði metin á 35. mínútu með skalla og á 62. mínútu kom Mark Hughes United-mönnum svo yfir með skoti vinstra megin úr teignum. Coppell brást við með því að setja Wright inn á og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að jafna metin eftir að hafa farið illa með Gary Pallister, miðvörð United. Liðunum tókst ekki að bæta við mörkum í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Wright Palace í 3-2 með sínu öðru marki og staða Lundúnaliðsins góð. En Hughes jafnaði metin á 113. mínútu eftir stungusendingu frá Danny Wallace og tryggði United annan leik.Jim Leighton gerði mistök í fyrri bikarúrslitaleiknum og var tekinn úr liðinu.vísir/gettyFerguson tók stóra ákvörðun fyrir seinni leikinn þegar byrjaði með Les Sealey í markinu í stað Jims Leighton sem átti erfitt uppdráttar í fyrri leiknum. Ákvörðunin var erfið í ljósi þess að Leighton hafði lengi spilað lengi fyrir Ferguson, hjá Aberdeen, skoska landsliðinu og United. Eftir þennan örlagaríka leik lá leiðin niður á við hjá Leighton og hann hefur aldrei fyrirgefið Ferguson fyrir það sem hann gerði. En ákvörðunin reyndist rétt. Sealey kom til United frá Luton Town í desember 1989 og hafði aðeins leikið tvo leiki fyrir úrslitaleikinn 17. maí. Eins og fram kemur í umfjöllun Daily Mail um væntanlega ævisögu Sealey, Definitely Mental, reyndu leikmenn Palace allt sem þeir gátu til að koma honum úr jafnvægi en án árangurs. Sealey er sannkölluð „költ-hetja“ á Old Trafford en hann spilaði frábærlega í bikarúrslitaleiknum og sá til þess að United hélt hreinu. Eitt mark dugði því til sigurs en það gerði vinstri bakvörðurinn Lee Martin á 59. mínútu eftir laglega sókn.Les Sealey átti stóran þátt í að tryggja United bikarmeistaratitilinn 1990.vísir/gettyUnited-menn fögnuðu í leikslok, fyrsta titlinum undir stjórn Fergusons og the rest is history eins og sagt er. Þrátt fyrir alla dramatíkina í kringum markmannsskiptin voru Sealey og Leighton miklir vinir og sá fyrrnefndi gaf vonsviknum Leighton medalíuna sína eftir bikarúrslitaleikinn. Sealey var aðalmarkvörður United tímabilið 1990-91 og stóð í markinu þegar liðið vann Barcelona í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Leighton spilaði hins vegar aðeins einn leik í viðbót fyrir United. Sealey fór til Aston Villa 1991 en sneri aftur til United tveimur árum síðar. Síðustu ár ferilsins flakkaði Sealey á milli liða áður en hann endaði sem markmannsþjálfari hjá West Ham. Hann lést 2001 af völdum hjartaáfalls, aðeins 43 ára að aldri. Leighton var einn þeirra sem bar kistuna í jarðarför Sealey, mannsins sem skrifaði sig í sögubækur United með eftirminnilegum hætti maíkvöld eitt fyrir 26 árum.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum FA Cup - Preview Show sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gær. Þar er m.a. rætt við Lee Martin og Mark Bright um bikarúrslitaleikinn 1990.
Enski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira