Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2016 19:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira