Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2016 19:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“ Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira