Innlent

Stofnfundur Viðreisnar í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hefur verið í forsvari fyrir Viðreisn.
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hefur verið í forsvari fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verður stofnaður í dag á fundi í Hörpu. Á fundinum, sem hefst klukkan fimm, stendur til að kjósa í stjórn flokksins og samþykkja stefnuyfirlýsingu.

Stofnun Viðreisnar hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið en fylgi við flokkinn mældist í fyrsta sinn yfir tveimur prósentum í Þjóðarpúlsi Gallúp í apríl síðastliðnum.

Flokknum er lýst sem frjálslyndu stjórnmálaafli og mun hann í næstu kosningum bjóða fram undir listabókstafnum C.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.