Kóngurinn Cantona fimmtugur í dag | Fimm mikilvægustu augnablikin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2016 19:30 Cantona er í guðatölu á Old Trafford. vísir/getty Eric Cantona, kóngurinn á Old Trafford, fagnar 50 ára afmæli sínu í dag. Frakkinn dularfulli lék aðeins í fimm ár með Manchester United en er enn þann dag í dag í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins. Cantona endaði nánast fyrir tilviljun hjá United í nóvember 1992. Sagan segir að Bill Fotherby, stjórnarformaður Englandsmeistara Leeds United, hafi hringt í Martin Edwards, kollega sinn hjá United, til að spyrjast fyrir um Denis Irwin. Edwards var staddur á fundi með Sir Alex Ferguson sem þvertók fyrir það að Irwin yrði seldur. Skotinn spurði þess í stað hvort Cantona væri til sölu, sem hann var. Degi síðar gekk United frá kaupunum á Frakkanum fyrir aðeins 1,2 milljónir punda. Þegar Brian Kidd, aðstoðarmaður United, heyrði hver upphæðin var spurði hann hvort Cantona hefði misst annan fótinn, svo hissa var hann. Við tóku fimm ár af snilld, brjálæði og frábærum árangri með Eric Cantona í aðalhlutverki. Í tilefni af fimmtugsafmæli Cantona tók Vísir saman fimm eftirminnilegustu augnablikin á ferli hans hjá Manchester United.Cantona í leiknum fræga í Istanbúl.vísir/gettyLætin í Istanbúl United gekk illa í Meistaradeild Evrópu fyrstu árin sem liðið tók þátt í henni en leikur United og Galatasary í Istanbúl í nóvember 1993 er talinn sýna svart á hvítu hversu langt ensku liðin höfðu dregist aftur úr í Evrópu eftir útlegðina vegna Heysel-slyssins. United var með besta liðið á England á þessum tíma en komst samt ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Andstæðingurinn í 2. umferð keppninnar var Galatasary frá Tyrklandi. United komst 2-0 yfir í fyrri leiknum á Old Trafford en fékk á sig þrjú mörk í röð og það þurfti mark frá Cantona 10 mínútum fyrir leikslok til að bjarga liðinu frá fyrsta tapinu á heimavelli í Evrópukeppni. United þurfti því að vinna leikinn á Ali Sami Yen vellinum í Istanbúl til að komast áfram. Það gekk ekki. Heimamenn voru ekkert sérstaklega gestrisnir og United-liðið var boðið velkomið til leiks með borðanum „Velkomnir til helvítis!“ Hávaðinn á vellinum var svo gríðarlega mikill en stuðningsmenn Galatasary voru mættir átta eða níu tímum fyrir leik. Gestirnir frá Manchester gerðu ekkert í leiknum og voru aldrei líklegir til að skora. Mótlætið fór illa í Cantona og hann var heppinn að fá ekki reisupassann fyrir að ráðast á varamarkvörð Galatasary. Eftir lokaflautið úthúðaði Cantona dómara leiksins, Svisslendingnum Kurt Röthlisberger, sem gaf honum rauða spjaldið. Frakkinn var ekki hættur og lenti í útistöðum við lögreglumenn þegar hann gekk af velli. Og þegar inn í klefann var komið var hann staðráðinn í að fara aftur út á völl og lúskra á lögreglumanninum sem hafði kýlt hann. Sem betur fer tókst samherjum hans að hafa hann ofan af því.Ekki sama vítið.vísir/gettyVítin á móti Chelsea Á sínu fyrsta heila tímabili með United hjálpaði Cantona liðinu að vinna tvöfalt og var valinn leikmaður ársins á Englandi af leikmönnum úrvalsdeildarinnar. Cantona skoraði 25 mörk á tímabilinu í 49 leikjum. Tvö þeirra komu í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea sem United vann 4-0. Staðan var markalaus þar til hálftími var eftir. Á 60. mínútu dæmdi David Elleray vítaspyrnu eftir að Eddie Newton straujaði Denis Irwin innan vítateigs. Cantona fór á punktinn og skoraði af öryggi. Sex mínútum síðar fékk United annað víti og aftur steig Cantona fram. Seinna vítið var nákvæmlega eins, innanfótarskot með hægri fæti í hægra hornið og aftur fór Dmitri Kharine í vitlaust horn. Cantona var ávallt svalur á vítapunktinum en hann skoraði úr 14 af 16 vítum sem hann tók í búningi United í úrvalsdeildinni. Eini markvörðurinn sem varði frá Frakkanum var Tim Flowers hjá Blackburn.Cantona fékk átta mánaða bann fyrir karatesparkið á Selhurst Park.vísir/gettyKung Fu á Selhurst Park Atvikið sem Cantona er sennilega frægastur fyrir. Frakkinn átti alltaf í erfiðleikum með skapið á sér en versta dæmið um það er karatesparkið fræga á Selhurst Park í janúar 1995. Cantona hafði fengið að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Richard Shaw, leikmann Crystal Palace, en þegar hann gekk út af vellinum sá hann allt í einu rautt, hljóp að stúkunni og sparkaði í stuðningsmann Palace að nafni Matthew Simmons sem hafði gert sér ferð niður 11 sætaraðir til að ausa skömmum yfir Cantona. Frakkinn fékk átta mánaða bann fyrir karatesparkið og án hans missti United Englandsmeistaratitilinn í hendur Blackburn Rovers. Cantona stal svo senunni á blaðamannafundi þar sem hann lét þessi fleygu orð falla: „Mávarnir fylgja togaranum því þeir halda að sardíunum verði kastað í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ Síðan stóð Cantona upp, labbaði í burtu og fjölmiðlamennirnir á staðnum vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/gettyMarkið á móti Liverpool Cantona fann sig alltaf vel á Wembley. Hann skoraði t.a.m. þrennu í 4-3 sigri Leeds á Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn 1992, tvö mörk í 4-0 sigri United á Chelsea í bikarúrslitum 1994 og tveimur árum seinna skoraði hann eina markið í sigri United á Liverpool í bikarúrslitum. Bikarúrslitaleikurinn var lýsandi fyrir tímabilið 1995-96 hjá United; Cantona skoraði og Peter Schmeichel hélt hreinu. Frakkinn sneri aftur eftir átta mánaða bann og skoraði að sjálfsögðu í endurkomuleiknum, 2-2 jafntefli við Liverpool 1. október 1995. Newcastle-menn voru forystusauðirnir framan af vetri en eftir áramót fóru United-menn, og þá aðallega Cantona og Schmeichel, í gang. Newcastle og United mættust í toppslag 4. mars 1996 þar sem mark frá Cantona skildi liðin að. Frakkinn var í miklum ham á þessum tíma og átti stærstan þátt í að United vann titilinn, þann þriðja á fjórum árum. Cantona kláraði svo bikarúrslitaleikinn með frábæru marki. Eftir hornspyrnu Davids Beckham frá hægri barst boltinn til Cantona á vítateigslínunni. Frakkinn hallaði sér aðeins aftur og þrumaði svo boltanum á lofti í netið. Cantona lyfti svo bikarnum eftir leikinn.Vippan gegn Sunderland Þann 21. desember 1996 skoraði Cantona eitt af sínum frægari mörkum, í 5-0 sigri United á Sunderland á Old Trafford. Franski framherjinn fékk boltann á miðjunni, fór á milli tveggja leikmanna Sunderland, gaf boltann á Brian McClair sem skilaði honum aftur á Cantona við vítateigslínuna. Hann beið ekki boðanna og vippaði glæsilega yfir landa sinn í marki Sunderland, Lionel Perez. Boltinn fór í samskeytin og inn. Það er erfitt að segja hvort Cantona fagnaði markinu yfirhöfuð. Hann brosti ekki heldur sneri sér í hálfhring, með kragann uppi, fullkomlega meðvitaður um eigið ágæti. Hann lyfti svo höndunum og baðaði sig í aðdáun viðstaddra á Old Trafford þar sem hann var og er kóngurinn. Nokkrum mánuðum tilkynnti Cantona að hann væri hættur í fótbolta, aðeins þrítugur að aldri.Happy 50th birthday, King Eric - c'est magnifique! #mufc https://t.co/FuqDwu7t0a— Manchester United (@ManUtd) May 24, 2016 Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjá meira
Eric Cantona, kóngurinn á Old Trafford, fagnar 50 ára afmæli sínu í dag. Frakkinn dularfulli lék aðeins í fimm ár með Manchester United en er enn þann dag í dag í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins. Cantona endaði nánast fyrir tilviljun hjá United í nóvember 1992. Sagan segir að Bill Fotherby, stjórnarformaður Englandsmeistara Leeds United, hafi hringt í Martin Edwards, kollega sinn hjá United, til að spyrjast fyrir um Denis Irwin. Edwards var staddur á fundi með Sir Alex Ferguson sem þvertók fyrir það að Irwin yrði seldur. Skotinn spurði þess í stað hvort Cantona væri til sölu, sem hann var. Degi síðar gekk United frá kaupunum á Frakkanum fyrir aðeins 1,2 milljónir punda. Þegar Brian Kidd, aðstoðarmaður United, heyrði hver upphæðin var spurði hann hvort Cantona hefði misst annan fótinn, svo hissa var hann. Við tóku fimm ár af snilld, brjálæði og frábærum árangri með Eric Cantona í aðalhlutverki. Í tilefni af fimmtugsafmæli Cantona tók Vísir saman fimm eftirminnilegustu augnablikin á ferli hans hjá Manchester United.Cantona í leiknum fræga í Istanbúl.vísir/gettyLætin í Istanbúl United gekk illa í Meistaradeild Evrópu fyrstu árin sem liðið tók þátt í henni en leikur United og Galatasary í Istanbúl í nóvember 1993 er talinn sýna svart á hvítu hversu langt ensku liðin höfðu dregist aftur úr í Evrópu eftir útlegðina vegna Heysel-slyssins. United var með besta liðið á England á þessum tíma en komst samt ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Andstæðingurinn í 2. umferð keppninnar var Galatasary frá Tyrklandi. United komst 2-0 yfir í fyrri leiknum á Old Trafford en fékk á sig þrjú mörk í röð og það þurfti mark frá Cantona 10 mínútum fyrir leikslok til að bjarga liðinu frá fyrsta tapinu á heimavelli í Evrópukeppni. United þurfti því að vinna leikinn á Ali Sami Yen vellinum í Istanbúl til að komast áfram. Það gekk ekki. Heimamenn voru ekkert sérstaklega gestrisnir og United-liðið var boðið velkomið til leiks með borðanum „Velkomnir til helvítis!“ Hávaðinn á vellinum var svo gríðarlega mikill en stuðningsmenn Galatasary voru mættir átta eða níu tímum fyrir leik. Gestirnir frá Manchester gerðu ekkert í leiknum og voru aldrei líklegir til að skora. Mótlætið fór illa í Cantona og hann var heppinn að fá ekki reisupassann fyrir að ráðast á varamarkvörð Galatasary. Eftir lokaflautið úthúðaði Cantona dómara leiksins, Svisslendingnum Kurt Röthlisberger, sem gaf honum rauða spjaldið. Frakkinn var ekki hættur og lenti í útistöðum við lögreglumenn þegar hann gekk af velli. Og þegar inn í klefann var komið var hann staðráðinn í að fara aftur út á völl og lúskra á lögreglumanninum sem hafði kýlt hann. Sem betur fer tókst samherjum hans að hafa hann ofan af því.Ekki sama vítið.vísir/gettyVítin á móti Chelsea Á sínu fyrsta heila tímabili með United hjálpaði Cantona liðinu að vinna tvöfalt og var valinn leikmaður ársins á Englandi af leikmönnum úrvalsdeildarinnar. Cantona skoraði 25 mörk á tímabilinu í 49 leikjum. Tvö þeirra komu í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea sem United vann 4-0. Staðan var markalaus þar til hálftími var eftir. Á 60. mínútu dæmdi David Elleray vítaspyrnu eftir að Eddie Newton straujaði Denis Irwin innan vítateigs. Cantona fór á punktinn og skoraði af öryggi. Sex mínútum síðar fékk United annað víti og aftur steig Cantona fram. Seinna vítið var nákvæmlega eins, innanfótarskot með hægri fæti í hægra hornið og aftur fór Dmitri Kharine í vitlaust horn. Cantona var ávallt svalur á vítapunktinum en hann skoraði úr 14 af 16 vítum sem hann tók í búningi United í úrvalsdeildinni. Eini markvörðurinn sem varði frá Frakkanum var Tim Flowers hjá Blackburn.Cantona fékk átta mánaða bann fyrir karatesparkið á Selhurst Park.vísir/gettyKung Fu á Selhurst Park Atvikið sem Cantona er sennilega frægastur fyrir. Frakkinn átti alltaf í erfiðleikum með skapið á sér en versta dæmið um það er karatesparkið fræga á Selhurst Park í janúar 1995. Cantona hafði fengið að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Richard Shaw, leikmann Crystal Palace, en þegar hann gekk út af vellinum sá hann allt í einu rautt, hljóp að stúkunni og sparkaði í stuðningsmann Palace að nafni Matthew Simmons sem hafði gert sér ferð niður 11 sætaraðir til að ausa skömmum yfir Cantona. Frakkinn fékk átta mánaða bann fyrir karatesparkið og án hans missti United Englandsmeistaratitilinn í hendur Blackburn Rovers. Cantona stal svo senunni á blaðamannafundi þar sem hann lét þessi fleygu orð falla: „Mávarnir fylgja togaranum því þeir halda að sardíunum verði kastað í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ Síðan stóð Cantona upp, labbaði í burtu og fjölmiðlamennirnir á staðnum vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/gettyMarkið á móti Liverpool Cantona fann sig alltaf vel á Wembley. Hann skoraði t.a.m. þrennu í 4-3 sigri Leeds á Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn 1992, tvö mörk í 4-0 sigri United á Chelsea í bikarúrslitum 1994 og tveimur árum seinna skoraði hann eina markið í sigri United á Liverpool í bikarúrslitum. Bikarúrslitaleikurinn var lýsandi fyrir tímabilið 1995-96 hjá United; Cantona skoraði og Peter Schmeichel hélt hreinu. Frakkinn sneri aftur eftir átta mánaða bann og skoraði að sjálfsögðu í endurkomuleiknum, 2-2 jafntefli við Liverpool 1. október 1995. Newcastle-menn voru forystusauðirnir framan af vetri en eftir áramót fóru United-menn, og þá aðallega Cantona og Schmeichel, í gang. Newcastle og United mættust í toppslag 4. mars 1996 þar sem mark frá Cantona skildi liðin að. Frakkinn var í miklum ham á þessum tíma og átti stærstan þátt í að United vann titilinn, þann þriðja á fjórum árum. Cantona kláraði svo bikarúrslitaleikinn með frábæru marki. Eftir hornspyrnu Davids Beckham frá hægri barst boltinn til Cantona á vítateigslínunni. Frakkinn hallaði sér aðeins aftur og þrumaði svo boltanum á lofti í netið. Cantona lyfti svo bikarnum eftir leikinn.Vippan gegn Sunderland Þann 21. desember 1996 skoraði Cantona eitt af sínum frægari mörkum, í 5-0 sigri United á Sunderland á Old Trafford. Franski framherjinn fékk boltann á miðjunni, fór á milli tveggja leikmanna Sunderland, gaf boltann á Brian McClair sem skilaði honum aftur á Cantona við vítateigslínuna. Hann beið ekki boðanna og vippaði glæsilega yfir landa sinn í marki Sunderland, Lionel Perez. Boltinn fór í samskeytin og inn. Það er erfitt að segja hvort Cantona fagnaði markinu yfirhöfuð. Hann brosti ekki heldur sneri sér í hálfhring, með kragann uppi, fullkomlega meðvitaður um eigið ágæti. Hann lyfti svo höndunum og baðaði sig í aðdáun viðstaddra á Old Trafford þar sem hann var og er kóngurinn. Nokkrum mánuðum tilkynnti Cantona að hann væri hættur í fótbolta, aðeins þrítugur að aldri.Happy 50th birthday, King Eric - c'est magnifique! #mufc https://t.co/FuqDwu7t0a— Manchester United (@ManUtd) May 24, 2016
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjá meira