Enski boltinn

Pochettino með nýjan fimm ára samning við Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið að gera mjög flotta hluti með liðið og það er gleðiefni fyrir stuðningsmenn Spurs að hann skuli hafa skrifað undir nýjan samning í dag.

Mauricio Pochettino framlengdi þá samning sinn um fimm ár eða til ársins 2021. Tottenham sagði frá þessum fréttum á Twitter-síðu sinni.  

Tottenham endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og var eina liðið sem ógnaði eitthvað sigri Leicester City á lokasprettinum.  2. sætið er besti árangur Tottenham-liðsins frá 1962-63 tímabilinu.

Mauricio Pochettino er 44 ára gamall og hefur verið með Tottenham frá 2014. Hann stýrði áður Southampton i eitt tímabil (2013-14) og áður Espanyol frá 2009 til 2012.

Tottenham hefur unnið 55 af 109 leikjum sínum undir stjórn Mauricio Pochettino eða yfir 50 prósent leikjanna.

Hér fyrir neðan má sjá Tottenham-menn á flugi á Twitter í dag þar sem þeir sögðu frá þessum gleðifréttum fyrir stuðningsmenn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×