Enski boltinn

Tveggja marka sigur dugði ekki Derby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hull fagnar sæti í úrslitaleik Championship-deildarinnar.
Hull fagnar sæti í úrslitaleik Championship-deildarinnar. vísir/getty
Hull City tryggði sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir 2-0 tap gegn Derby í síðari leik liðanna í kvöld.

Hull vann fyrri leik liðanna 3-0 á útivelli og því kom tapið ekki að sök í kvöld.

Johnny Russell kom Derby yfir á sjöundu mínútu og Andrew Robertson skoraði svo sjálfsmark á 36. mínútu. 2-0 í hálfleik.

Þeir gerðu allt havð þeir gátu til að skora í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki og Hull því komið í úrslitaleikinn.

Þar munu þeir mæta Sheffield Wednesday, en úrslitaleikurinn fer fram 28. maí á Wembley. Sigurliðið leikur í úrvalsdeild á næsta ári ásamt Burnley og Middlesbrough.

Hull féll á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og getur því komist aftur upp eftir einungis árs fjarveru frá úrvalsdeildarfótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×