Hætta á að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2016 20:15 Sérstök hætta er á að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða lengur eftir heilbrigðisþjónustu með tilkomu nýs greiðsluþátttökukerfis, að mati umboðsmanns barna, þar sem foreldrarnir hafa ekki tök á að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Þá leggjast læknar gegn frumvarpinu. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist við frumvarpið meðal annars frá Læknafélagi Íslands. „Ákveðinn hluti sjúklinga, við vitum ekki alveg hver stór en það virðist vera samt töluverður hluti þeirra sem leita eftir þjónustu, að þeir verði fyrir töluvert auknum útgjöldum. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur hvort að fólk muni þá draga þá að leita sér þjónustu, lágtekjufólk, vegna þess að það leitir í auknum kostnaði. Það mun leiða til aukinna heilbrigðisútgjalda síðar,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Þá gera hjúkrunarfræðingar einnig athugasemdir við frumvarpið svo og Sjúkratryggingar Íslands, Talmeinafræðingar og umboðsmaður barna svo nokkrir séu nefndir. Í athugasemd sinni segir umboðsmaður barna að ætla megi að tilvísanakerfi sem lagt verður á með frumvarpinu geti orðið til þess að börn þurfi að bíða lengur eftir þjónustu. Sérstök hætta sé á því að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða eftir þjónustu, þar sem foreldrar þeirra hafa ekki tök á því að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Læknafélagið leggst eindregið í umsögn sinni að frumvarpið verði samþykkt óbreytt „Einfaldasta leiðin hefði kannski verið að gera breytingu á núverandi kerfi sem fæli það einfaldlega í sér að það lendi enginn í því að greiða hærri upphæð enn einhverja tiltekna,“ segir Þorbjörn. Þannig væri bara sett greiðsluþak inni í núverandi kerfi sem væri á bilinu 100 til 150 þúsund. „Það auðvitað útgrefur það að ríkissjóður eða Sjúkratryggingar þyrftu að leggja fram aukið fé,“ segir Þorbjörn. Alþingi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sérstök hætta er á að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða lengur eftir heilbrigðisþjónustu með tilkomu nýs greiðsluþátttökukerfis, að mati umboðsmanns barna, þar sem foreldrarnir hafa ekki tök á að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Þá leggjast læknar gegn frumvarpinu. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist við frumvarpið meðal annars frá Læknafélagi Íslands. „Ákveðinn hluti sjúklinga, við vitum ekki alveg hver stór en það virðist vera samt töluverður hluti þeirra sem leita eftir þjónustu, að þeir verði fyrir töluvert auknum útgjöldum. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur hvort að fólk muni þá draga þá að leita sér þjónustu, lágtekjufólk, vegna þess að það leitir í auknum kostnaði. Það mun leiða til aukinna heilbrigðisútgjalda síðar,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Þá gera hjúkrunarfræðingar einnig athugasemdir við frumvarpið svo og Sjúkratryggingar Íslands, Talmeinafræðingar og umboðsmaður barna svo nokkrir séu nefndir. Í athugasemd sinni segir umboðsmaður barna að ætla megi að tilvísanakerfi sem lagt verður á með frumvarpinu geti orðið til þess að börn þurfi að bíða lengur eftir þjónustu. Sérstök hætta sé á því að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða eftir þjónustu, þar sem foreldrar þeirra hafa ekki tök á því að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Læknafélagið leggst eindregið í umsögn sinni að frumvarpið verði samþykkt óbreytt „Einfaldasta leiðin hefði kannski verið að gera breytingu á núverandi kerfi sem fæli það einfaldlega í sér að það lendi enginn í því að greiða hærri upphæð enn einhverja tiltekna,“ segir Þorbjörn. Þannig væri bara sett greiðsluþak inni í núverandi kerfi sem væri á bilinu 100 til 150 þúsund. „Það auðvitað útgrefur það að ríkissjóður eða Sjúkratryggingar þyrftu að leggja fram aukið fé,“ segir Þorbjörn.
Alþingi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira