Fótbolti

Keane og Moyes orðaðir við Celtic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronny Deila hefur verið umdeildur.
Ronny Deila hefur verið umdeildur. vísir/getty
Celtic verður með nýjan þjálfara á næstu leiktíð en Norðmaðurinn Ronny Deila er á förum.

Það var víst Deila sjálfur sem óskaði eftir því að fá að fara frá félaginu. Þessi tíðindi berast þrem dögum eftir að Celtic tapaði í undanúrslitum skoska bikarsins gegn Rangers.

Deila tók við starfinu af Neil Lennon árið 2014 og Lennon er opinn fyrir því að taka aftur við liðinu. Hann er ekki að þjálfa neitt lið núna en var síðast með Bolton.

„Ég er nógu heiðarlegur til þess að viðurkenna að við höfum ekki náð öllum markmiðum okkar og það er mjög svekkjandi,“ sagði Deila.

Roy Keane hefur einnig verið orðaður við starfið sem og David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×