Enski boltinn

Stuðningsmenn Arsenal snúa baki við liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmennirnir mótmæltu Wenger í gær. Það er að segja þeir sem mættu.
Stuðningsmennirnir mótmæltu Wenger í gær. Það er að segja þeir sem mættu. vísir/getty
Það voru ótrúlega mörg auð sæti á Emirates-vellinum í gær þegar Arsenal tók á móti WBA.

Það var gefið upp að  59.563 væru á vellinum sem rúmar 60.432. Allir sem horfðu á sjónvarpið sáu að þær tölur eru tóm steypa.

Félögin telja ársmiðahafa alltaf með í áhorfendatalningu. Sama hvort þeir mæti eða ekki. Í gær var fjöldi þeirra augljóslega ekki á vellinum.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var eðlilega frekar fúll með þessa mætingu.

„Komið og styðjið liðið. Ef þið elskið liðið þá komið þið á völlinn og ég tel að við bjóðum upp á gæðafótbolta,“ sagði Wenger.

Stuðningsmenn Arsenal hafa mótmælt miðaverði lengi og margir þeirra eru líka að mótmæla því að Wenger sé enn stjóri liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×