Enski boltinn

Sanchez með tvö í mikilvægum sigri | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sanchez fagnar í kvöld.
Sanchez fagnar í kvöld. vísir/getty
Alexis Sanchez skoraði tvö mörk þegar Arsenal vann dýrmæt stig í baráttunni um efstu fjögur sæti ensku úrvalsdeildairnnar og keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu.

Arsenal vann í kvöld 2-0 sigur á West Brom en Alexis Sanchez skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Þeir rauðklæddu höfðu gert tvö jafntefli í röð fyrir leikinn og Sanchez sá til þess að liðið er nú fjórum stigum á undan Manchester United, sem er í fimmta sæti deildairnnar.

Gareth McAuley komst næst því að skora fyrir West Brom en hann skallaði í slánna. West Brom er í fimmtánda sæti deildarinnar með 40 stig.

Alexis Sanchez kom Arsenal yfir á 6. mínútu: Alexis Sanchez skoraði sitt annað mark á 38. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×