Enski boltinn

Wenger: Það er eftirsjá

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger sér eftir töpuðum stigum.
Arsene Wenger sér eftir töpuðum stigum. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að það sé eftirsjá í herbúðum Lundúnarliðsins eftir úrslit síðustu vikna.

Arsenal vann þægilegan heimasigur á West Bromwich Albion í gærkvöldi, 2-0, sem kom liðinu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Titilmöguleikinn flaug þó endanlega út um gluggann í síðustu tveimur leikjum á undan leiknum gegn WBA þar sem liðið gerði jafntefli við West Ham og Crystal Palace.

Arsenal komst 2-0 yfir gegn West Ham en gerði 3-3 jafntefli og var svo 1-0 yfir gegn Palace og réði lögum og lofum á vellinum áður en Palace jafnaði metin seint í seinni hálfleik.

„Það er eftirsjá. Í síðustu leikjum gerðum við tvö jafntefli í leikjum sem við áttum að vinna. Það er dýrt að kasta svona fram sér stigunum,“ sagði Wenger í viðtali eftir leikinn í gær.

„Við vorum góðir í kvöld eins og við erum búnir að vera í síðustu leikjum en við vorum ekki að fá öll stigin í síðustu leikjum,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×