Enski boltinn

Lykilmaður Stoke frá í lengri tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ibrahim Afellay, leikmaður Stoke City, verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla.

Hollendingurinn sleit krossband á æfingu Stoke í gær og verður því frá fram á næsta tímabil.

Afellay hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferlinum en hann sleit einnig krossband þegar hann var leikmaður Barcelona fyrir nokkrum árum.

Afellay kom til Stoke frá Barcelona síðasta sumar og lék 31 deildarleik með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Stoke sækir Manchester City heim í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er hafinn en fylgjast má með honum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×