Enski boltinn

Mál Sakho til rannsóknar hjá UEFA | Verður ekki með gegn Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho er ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Newcastle í dag.
Sakho er ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Newcastle í dag. vísir/getty
Liverpool birti fyrir skömmu yfirlýsingu á heimasíðu félagsins um mál franska miðvarðarins Mamadou Sakho sem er sagður hafa fallið á lyfjaprófi.

Samkvæmt yfirlýsingunni er mál Sakho til rannsóknar hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, en Liverpool fékk tilkynningu þess efnis í gær.

Í yfirlýsingunni segir að Liverpool hafi ekki sett Sakho í leikbann, heldur tímabundið agabann á meðan mál Frakkans er til rannsóknar.

Liverpool, í samráði við Sakho, hefur ákveðið að hann komi ekki til greina í leikmannahóp liðsins á meðan rannsóknin stendur yfir.

Liverpool fær Rafa Benítez og lærisveina hans í Newcastle United í heimsókn klukkan 14:00 í dag.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×