Fótbolti

Fjórði sigurinn í röð hjá Krasnodar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ragnar reynir hér að stöðva Fatos Beciraj í leik á dögunum.
Ragnar reynir hér að stöðva Fatos Beciraj í leik á dögunum. Vísir/Getty
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson lék allar 90. mínúturnar í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar í öruggum 4-0 sigri en þetta er fjórði sigur liðsins í röð í rússnesku deildinni.

Krasnodar komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Sergej Petrov gerði út um leikinn með þriðja marki Krasnodar tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fjórði sigur Krasnodar í röð og þriðji leikurinn í röð sem Krasnodar heldur hreinu en liðið hefur leikið 333 mínútur í röð í rússnesku deildinni án þess að fá á sig mark.

Með sigrinum lyfti Krasnodar sér upp fyrir Zenit Petersburg í 5. sæti rússnesku deildarinnar en Krasnodar er tveimur stigum frá toppliði FK Rostov sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×