Eiður Smári: Messi góður vinur sem ég hitti oft Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2016 22:27 Lionel Messi og Eiður Smári í leik með Barcelona árið 2007. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var í áhugaverðu viðtali við norska blaðið Dagbladet í dag þar sem hann ræðir meðal annars um stærstu stjörnurnar sem hann hefur spilað með á löngum og glæsilegum ferli sínum. Eiður Smári nefnir þrjá leikmenn - Lionel Messi, Ronaldinho og hinn „ekta“ Ronaldo [hinn brasilíska]. „Það var ótrúleg reynsla að spila með Ronaldo í PSV [í Hollandi] í fyrsta skiptið. Það var „vá-upplifun“. Það sama má segja um Ronaldinho hjá Barcelona,“ sagði Eiður Smári. „En þeir voru liðsfélagar mínir. Ég var bara glaður að þeir voru í liðinu mínu. Mér fannst þetta eðlilegt.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Man vel eftir þessu sögulega atviki Danska fótboltagoðsögnin Preben Elkjær sagði í nýlegu viðtali að 99,9 prósent knattspyrnumanna í dag væru leiðinlegir. „Ég veit ekki hver Lionel Messi er. Ég veit bara að hann er góður knattspyrnumaður en ég veit ekki hvernig hann er. Um hvað hugsar hann? Hvað líkur honum við? Hvað er honum illa við? Það veit enginn,“ sagði Elkjær í umræddu viðtali. Eiður gefur ekki mikið fyrir þessu ummæli. „Það þýðir ekkert að velta fyrir sér hvort að Messi sé svona og svona. Það er ýmislegt sagt en Messi sinnir sínum hlutum vel. Hann er rólegur og elskar bara fótbolta.“ „Hann er góður vinur sem ég hitti oft. Hann er afar indæll náungi sem ber virðingu fyrir liðsfélögum sínum og fær gagnkvæma virðingu.“ „Það var gríðarleg pressa á Messi og honum var ávallt spáð mikilli velgengni. Það var frábært að sjá hvernig hann þróaðist og þroskaðist sem leikmaður og hvernig honum tókst að standa undir væntingunum. Mér finnst mikið til þess koma.“ Eiður ræddi einnig um Brasilíumennina Ronaldo og Ronaldinho í viðtalinu, sem og Ole Gunnar Solskjær sem nú þjálfar hann hjá Molde. Og hann segir enn fremur að hann geti vel ímyndað sér að gerast þjálfari þegar leikmannaferlinum lýkur. „Ég hef ekki ákveðið neitt og kannski verður nóg að fá eitthvað annað starf sem tengist knattspyrnunni. Ég þarf að finna það sem veitir mér mestu ánægjuna en það verður sjálfsagt aldrei í líkingu við það að spila knattspyrnu.“ Fótbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í áhugaverðu viðtali við norska blaðið Dagbladet í dag þar sem hann ræðir meðal annars um stærstu stjörnurnar sem hann hefur spilað með á löngum og glæsilegum ferli sínum. Eiður Smári nefnir þrjá leikmenn - Lionel Messi, Ronaldinho og hinn „ekta“ Ronaldo [hinn brasilíska]. „Það var ótrúleg reynsla að spila með Ronaldo í PSV [í Hollandi] í fyrsta skiptið. Það var „vá-upplifun“. Það sama má segja um Ronaldinho hjá Barcelona,“ sagði Eiður Smári. „En þeir voru liðsfélagar mínir. Ég var bara glaður að þeir voru í liðinu mínu. Mér fannst þetta eðlilegt.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Man vel eftir þessu sögulega atviki Danska fótboltagoðsögnin Preben Elkjær sagði í nýlegu viðtali að 99,9 prósent knattspyrnumanna í dag væru leiðinlegir. „Ég veit ekki hver Lionel Messi er. Ég veit bara að hann er góður knattspyrnumaður en ég veit ekki hvernig hann er. Um hvað hugsar hann? Hvað líkur honum við? Hvað er honum illa við? Það veit enginn,“ sagði Elkjær í umræddu viðtali. Eiður gefur ekki mikið fyrir þessu ummæli. „Það þýðir ekkert að velta fyrir sér hvort að Messi sé svona og svona. Það er ýmislegt sagt en Messi sinnir sínum hlutum vel. Hann er rólegur og elskar bara fótbolta.“ „Hann er góður vinur sem ég hitti oft. Hann er afar indæll náungi sem ber virðingu fyrir liðsfélögum sínum og fær gagnkvæma virðingu.“ „Það var gríðarleg pressa á Messi og honum var ávallt spáð mikilli velgengni. Það var frábært að sjá hvernig hann þróaðist og þroskaðist sem leikmaður og hvernig honum tókst að standa undir væntingunum. Mér finnst mikið til þess koma.“ Eiður ræddi einnig um Brasilíumennina Ronaldo og Ronaldinho í viðtalinu, sem og Ole Gunnar Solskjær sem nú þjálfar hann hjá Molde. Og hann segir enn fremur að hann geti vel ímyndað sér að gerast þjálfari þegar leikmannaferlinum lýkur. „Ég hef ekki ákveðið neitt og kannski verður nóg að fá eitthvað annað starf sem tengist knattspyrnunni. Ég þarf að finna það sem veitir mér mestu ánægjuna en það verður sjálfsagt aldrei í líkingu við það að spila knattspyrnu.“
Fótbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira