Fótbolti

Pirlo kemst ekki í hópinn hjá Vieira

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo. vísir/getty
Patrick Vieira er ekki að byrja þjálfaraferil sinn vel hjá New York City og reynir ný ýmislegt til að koma liðinu í gang.

New York vann fyrsta leik sinn á tímabilinu en hefur ekki náð öðrum sigri í síðustu sex leikjum.

Það vakti mikla athygli að Vieira skildi ekki einu sinni velja Ítalann Andrea Pirlo í hópinn um helgina er New York tapaði, 2-0, gegn Philadelphia Union.

„Þetta er mín ákvörðun. Ég er að reyna að velja besta liðið hverju sinni,“ sagði Vieira er hann var spurður út í það af hverju Pirlo væri ekki í hópnum.

„Þó svo Andrea hafi ekki verið með okkur núna er ekki útilokað að hann spili á miðvikudag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×