Enski boltinn

Gylfi minnir mig á Alexis Sanchez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi í leik gegn Man. Utd í vetur.
Gylfi í leik gegn Man. Utd í vetur. vísir/getty
Stjóri Swansea, Francesco Guidolin, er ákaflega hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og skal engan undra.

Gylfi hefur leiki eins og engill á árinu og er búinn að skora níu mörk í síðustu sextán leikjum. Aðeins Harry Kane og Sergio Aguero hafa skorað meira á árinu.

Sjá einnig: Dortmund sagt tilbúið að borga tæpa tvo milljarða fyrir Gylfa Þór

Þessi frammistaða Gylfa á ansi stóran þátt í því að Swansea er svo gott sem laust við falldrauginn í ensku úrvalsdeildinni.

„Gylfi minnir mig á Alexis Sanchez,“ segir Guidolin um Gylfa Þór.

„Ég vann með Sanchez hjá Udinese árið 2010 er við urðum í fjórða sæti í ítölsku úrvalsdeildinni og komumst í umspil Meistaradeildarinnar.

„Sanchez var á kantinum áður en hann lék undir minni stjórn. Ég setti hann í tíuna þar sem hann blómstraði og var svo keyptur til Barcelona. Þeir hafa svipuð karaktereinkenni. Þeir setja liðið í forgang, eru sterkir karakterar sem leggja mikið á sig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×