Friðarsérfræðingur segir bókstafstrú Bandaríkjamanna stuðla að átökum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 19:39 Einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum segir lykilatriði að kalla alla þá sem komi að átökum að friðarviðræðum. Ísland geti haft þar hlutverki að gegna með friðarmiðstöð í Reykjavík. Norðmaðurinn Johan Galtung stofnaði fyrstu rannsóknarstofnun heims í friðar- og átakafræðum í Osló árið 1959 og hefur allar götur síðan komið að þeim málum meðal annars með friðarumleitunum í Afganistan. „Það þýðir að maður fer til Afganistan og ræðir við Talibana, al Kaída, við utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alla málsaðilana,“ segir Galtung. Hægt væri að koma á friði í Afganistan ef menn virtu að landamæri Afganistan og Pakistans klyfu í sundur stærstu þjóð án ríkis í heiminum, Pastúna, sem flestir væru Talibanar. Stórveldi eins og Bandaríkin sniðgangi vissa hópa viljandi eins og ISIS í Sýrlandi. Það eru mikil mistök og þeir gera það viljandi til að sýna andúð sína og árásarhneigð gegn þeim. Ef maður sniðgengur einhvern hugsar viðkomandi: "Jæja, mér er ekki boðið. Þið heyrið frá mér."Og það verður í formi ofbeldis?„Já, nákvæmlega,“ segir Galtung. Bandaríkin beri mesta ábyrgð á átökum í heiminum frá seinni heimsstyrjöld sem hafi og hafi drepið 20 milljónir í 37 löndum samkvæmt nýjustu ransóknum. Þar ráði kristin bókstafstrú Bandaríkjamanna miklu. „Það er baráttan milli guðs og kölska. Líttu á hvernig biblían endar: Harmagedón með lokaorrustunni. Maður á ekki í samræðum við kölska. Maður spyr ekki fyrir hvað hann stendur því það er jú illskan uppmáluð. Bandaríkjamenn trúa á þetta,“ segir Galtung. Bandaríkin séu jafnvel meira trúarríki en Íran því Íranir séu raunsærri. Galtung flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu á morgun og segir að þótt Ísland sé lítið og herlaust geti það lagt lóð á vogarskál friðar heiminum. Nafn Reykjavíkur sé verðmætt vegna leiðtogafundarins árið 1986. „Fundurinn sjálfur bar ekki árangur sem slíkur en hann stuðlaði með afgerandi hætti að lokum kalda stríðsins. - Komið á fundi í Reykjavík með ríkjum í austri og vestri. Bjóðið Washington, bjóðið Moskvu, bjóðið Kænugarði og Donetsk og þá mun afar áhugaverð staða koma upp,“ segir Johan Galtung. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum segir lykilatriði að kalla alla þá sem komi að átökum að friðarviðræðum. Ísland geti haft þar hlutverki að gegna með friðarmiðstöð í Reykjavík. Norðmaðurinn Johan Galtung stofnaði fyrstu rannsóknarstofnun heims í friðar- og átakafræðum í Osló árið 1959 og hefur allar götur síðan komið að þeim málum meðal annars með friðarumleitunum í Afganistan. „Það þýðir að maður fer til Afganistan og ræðir við Talibana, al Kaída, við utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alla málsaðilana,“ segir Galtung. Hægt væri að koma á friði í Afganistan ef menn virtu að landamæri Afganistan og Pakistans klyfu í sundur stærstu þjóð án ríkis í heiminum, Pastúna, sem flestir væru Talibanar. Stórveldi eins og Bandaríkin sniðgangi vissa hópa viljandi eins og ISIS í Sýrlandi. Það eru mikil mistök og þeir gera það viljandi til að sýna andúð sína og árásarhneigð gegn þeim. Ef maður sniðgengur einhvern hugsar viðkomandi: "Jæja, mér er ekki boðið. Þið heyrið frá mér."Og það verður í formi ofbeldis?„Já, nákvæmlega,“ segir Galtung. Bandaríkin beri mesta ábyrgð á átökum í heiminum frá seinni heimsstyrjöld sem hafi og hafi drepið 20 milljónir í 37 löndum samkvæmt nýjustu ransóknum. Þar ráði kristin bókstafstrú Bandaríkjamanna miklu. „Það er baráttan milli guðs og kölska. Líttu á hvernig biblían endar: Harmagedón með lokaorrustunni. Maður á ekki í samræðum við kölska. Maður spyr ekki fyrir hvað hann stendur því það er jú illskan uppmáluð. Bandaríkjamenn trúa á þetta,“ segir Galtung. Bandaríkin séu jafnvel meira trúarríki en Íran því Íranir séu raunsærri. Galtung flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu á morgun og segir að þótt Ísland sé lítið og herlaust geti það lagt lóð á vogarskál friðar heiminum. Nafn Reykjavíkur sé verðmætt vegna leiðtogafundarins árið 1986. „Fundurinn sjálfur bar ekki árangur sem slíkur en hann stuðlaði með afgerandi hætti að lokum kalda stríðsins. - Komið á fundi í Reykjavík með ríkjum í austri og vestri. Bjóðið Washington, bjóðið Moskvu, bjóðið Kænugarði og Donetsk og þá mun afar áhugaverð staða koma upp,“ segir Johan Galtung.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira