Friðarsérfræðingur segir bókstafstrú Bandaríkjamanna stuðla að átökum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 19:39 Einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum segir lykilatriði að kalla alla þá sem komi að átökum að friðarviðræðum. Ísland geti haft þar hlutverki að gegna með friðarmiðstöð í Reykjavík. Norðmaðurinn Johan Galtung stofnaði fyrstu rannsóknarstofnun heims í friðar- og átakafræðum í Osló árið 1959 og hefur allar götur síðan komið að þeim málum meðal annars með friðarumleitunum í Afganistan. „Það þýðir að maður fer til Afganistan og ræðir við Talibana, al Kaída, við utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alla málsaðilana,“ segir Galtung. Hægt væri að koma á friði í Afganistan ef menn virtu að landamæri Afganistan og Pakistans klyfu í sundur stærstu þjóð án ríkis í heiminum, Pastúna, sem flestir væru Talibanar. Stórveldi eins og Bandaríkin sniðgangi vissa hópa viljandi eins og ISIS í Sýrlandi. Það eru mikil mistök og þeir gera það viljandi til að sýna andúð sína og árásarhneigð gegn þeim. Ef maður sniðgengur einhvern hugsar viðkomandi: "Jæja, mér er ekki boðið. Þið heyrið frá mér."Og það verður í formi ofbeldis?„Já, nákvæmlega,“ segir Galtung. Bandaríkin beri mesta ábyrgð á átökum í heiminum frá seinni heimsstyrjöld sem hafi og hafi drepið 20 milljónir í 37 löndum samkvæmt nýjustu ransóknum. Þar ráði kristin bókstafstrú Bandaríkjamanna miklu. „Það er baráttan milli guðs og kölska. Líttu á hvernig biblían endar: Harmagedón með lokaorrustunni. Maður á ekki í samræðum við kölska. Maður spyr ekki fyrir hvað hann stendur því það er jú illskan uppmáluð. Bandaríkjamenn trúa á þetta,“ segir Galtung. Bandaríkin séu jafnvel meira trúarríki en Íran því Íranir séu raunsærri. Galtung flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu á morgun og segir að þótt Ísland sé lítið og herlaust geti það lagt lóð á vogarskál friðar heiminum. Nafn Reykjavíkur sé verðmætt vegna leiðtogafundarins árið 1986. „Fundurinn sjálfur bar ekki árangur sem slíkur en hann stuðlaði með afgerandi hætti að lokum kalda stríðsins. - Komið á fundi í Reykjavík með ríkjum í austri og vestri. Bjóðið Washington, bjóðið Moskvu, bjóðið Kænugarði og Donetsk og þá mun afar áhugaverð staða koma upp,“ segir Johan Galtung. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum segir lykilatriði að kalla alla þá sem komi að átökum að friðarviðræðum. Ísland geti haft þar hlutverki að gegna með friðarmiðstöð í Reykjavík. Norðmaðurinn Johan Galtung stofnaði fyrstu rannsóknarstofnun heims í friðar- og átakafræðum í Osló árið 1959 og hefur allar götur síðan komið að þeim málum meðal annars með friðarumleitunum í Afganistan. „Það þýðir að maður fer til Afganistan og ræðir við Talibana, al Kaída, við utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alla málsaðilana,“ segir Galtung. Hægt væri að koma á friði í Afganistan ef menn virtu að landamæri Afganistan og Pakistans klyfu í sundur stærstu þjóð án ríkis í heiminum, Pastúna, sem flestir væru Talibanar. Stórveldi eins og Bandaríkin sniðgangi vissa hópa viljandi eins og ISIS í Sýrlandi. Það eru mikil mistök og þeir gera það viljandi til að sýna andúð sína og árásarhneigð gegn þeim. Ef maður sniðgengur einhvern hugsar viðkomandi: "Jæja, mér er ekki boðið. Þið heyrið frá mér."Og það verður í formi ofbeldis?„Já, nákvæmlega,“ segir Galtung. Bandaríkin beri mesta ábyrgð á átökum í heiminum frá seinni heimsstyrjöld sem hafi og hafi drepið 20 milljónir í 37 löndum samkvæmt nýjustu ransóknum. Þar ráði kristin bókstafstrú Bandaríkjamanna miklu. „Það er baráttan milli guðs og kölska. Líttu á hvernig biblían endar: Harmagedón með lokaorrustunni. Maður á ekki í samræðum við kölska. Maður spyr ekki fyrir hvað hann stendur því það er jú illskan uppmáluð. Bandaríkjamenn trúa á þetta,“ segir Galtung. Bandaríkin séu jafnvel meira trúarríki en Íran því Íranir séu raunsærri. Galtung flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu á morgun og segir að þótt Ísland sé lítið og herlaust geti það lagt lóð á vogarskál friðar heiminum. Nafn Reykjavíkur sé verðmætt vegna leiðtogafundarins árið 1986. „Fundurinn sjálfur bar ekki árangur sem slíkur en hann stuðlaði með afgerandi hætti að lokum kalda stríðsins. - Komið á fundi í Reykjavík með ríkjum í austri og vestri. Bjóðið Washington, bjóðið Moskvu, bjóðið Kænugarði og Donetsk og þá mun afar áhugaverð staða koma upp,“ segir Johan Galtung.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira