Fótbolti

Stöðva þurfti knattspyrnuleik vegna hárgreiðslu markvarðarins | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt atvik.
Ótrúlegt atvik.
Ótrúlegt atvik átti sér stað í knattspyrnuleik í Sádi Arabíu á dögunum þegar leikurinn var stöðvaður þar sem einn leikmaður inni á vellinum var með hárgreiðslu sem stangaðist á við lög og reglur í landinu.

Myndband af atvikinu hefur vakið gríðarlega athygli á internetinu en svo virðist sem leikmaðurinn hafi verið með örlítinn hanakamp sem varð að fjarlægja. Starfsmenn liðsins hópuðust að leikmanninum og byrjuðu að klippa af honum hárið svo hann gæti haldið áfram leik.

Leikmaðurinn var markvörður í leiknum og gat fljótlega haldið áfram leik eftir að búið var að klippa hann.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu magnaða atviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×