Enski boltinn

Van Gaal: Sigurinn er ekki mikilvægur fyrir mig, heldur félagið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal er kominn með United í undanúrslit ensku bikarkeppninnar.
Van Gaal er kominn með United í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. vísir/getty
„Sigurinn er ekki mikilvægur fyrir mig, hann er mikilvægur fyrir félagið, leikmennina og liðið,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir sigurinn á West Ham í endurteknum leik í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld.

United mætir Everton í undanúrslitunum en þetta er eini möguleiki liðsins á titli í vetur.

„Ég sagðist vilja vinna titil og ég er mjög ánægður. Þetta er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Hollendingurinn sem kvaðst ánægður með varnarleik United í leiknum.

„Við spiluðum mjög góða vörn og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þeir misstu boltann oft og með aðeins meiri yfirvegun hefðu við getað klárað leikinn mun fyrr.“

Sjá einnig: Verðmæti Manchester United hefur hrunið á þessu tímabili

United mætir botnliði Aston Villa á Old Trafford á laugardaginn í næsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×