Enski boltinn

Mörk frá Rashford og Fellaini skiluðu United í undanúrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
United-menn fagna marki Marcus Rashford.
United-menn fagna marki Marcus Rashford. vísir/getty
Manchester United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 1-2 sigur á West Ham á Upton Park í endurteknum leik í kvöld.

Í undanúrslitunum mætir United Everton en í hinum leiknum eigast Watford og Crystal Palace við.

Leik United og West Ham á Old Trafford lyktaði með 1-1 jafntefli og því þurfti að leika annan leik á Upton Park í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom ungstirnið Marcus Rashford United yfir með glæsilegu skoti.

Þrettán mínútum síðar jók Maroune Fellaini muninn í 0-2 þegar hann stýrði skoti Anthonys Martial í netið.

James Tomkins hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með skalla 11 mínútum fyrir leikslok og West Ham sótti stíft eftir það. Cheikhou Kouyate kom boltanum m.a. í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði því sigri og sæti í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×