Formaður Samfylkingarinnar telur umboðsmanni Alþingis hafa verið refsað vegna lekamálsins Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2016 18:45 Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til að hann hefji frumkvæðisathugun á aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann minnir þingmenn á að hann hafi takmörkuð fjárráð til slíkra athugana en formaður Samfylkingarinnar segir að umboðsmanni hafi verið refsað vegna aðkomu hans að lekamálinu. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að embætti hans hefði farið í forsætisráðneytið hinn 1. apríl til að kanna mögulega aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Engin gögn hefðu sýnt fram á að svo hefði verið. Hæfisreglur nái aðeins til stjórnvaldsaðgerða en ekki pólitískrar stefnumótunar, enda þingmenn kjörnir til að sinna henni og lúti þar einungis eigin samvisku. „Ég tek að fram að ég hef ekki talið í ljósi þess sem ætla hefur mátt af fyrirliggjandi upplýsingum um aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að umræddum málum og lagalegri umgjörð þeirra, tilefni til að taka þetta mál til athugunar að eigin frumkvæði. Til viðbótar koma svo þau atriði sem ykkur eru kunnug um að það eru mjög takmarkaðir möguleikar umboðsmanns til að sinna frumkvæðisathugunum,“ sagði Tryggi á nefndarfundinum í morgun. Vísaði umboðsmaður þarna til takmarkaðrar fjárveitingar Alþingis til slíkra athugana hans. „Og það var mjög áberandi við gerð fjárlaga fyrir þetta ár að stjórnarmeirihlutinn lagði lykkju á leið sína til að refsa umboðsmanni fyrir góða framgöngu í lekamálinu. Þetta er hættumerki í íslensku samfélagi. Ég held að atburðir síðustu vikna eigi að sýna okkur mikilvægi þess að við höfum öflugar eftirlitsstofnanir og öfluga fjölmiðla sem tryggja það að við fáum að vitha hvað er á seiði í samfélaginu,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni. Eitt af því sem umboðsmaður Alþingis vakti athygli á á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag er að siðareglur ráðherra hafi ekki verið settar með fullnægjandi hætti. Það væri Alþingis að herða þar á. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefði sett ráðherrum sínum siðareglur, en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu slíkar reglur verið samþykktar í ríkisstjórn sem væri ekki stjórnskipunarvald. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi sem þyrfti að bæta úr. „Það kom líka fram í hans máli að vegna þess að ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra í fjölmörgum liðum um stjórnskipulag málsins og aðkomu forsætisráðherra að því og starfsmanna forsætisráðherrans, telur hann rétt að bíða niðurstöðu þeirra svara,“ segir Árni Páll Árnason. Tengdar fréttir Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til að hann hefji frumkvæðisathugun á aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann minnir þingmenn á að hann hafi takmörkuð fjárráð til slíkra athugana en formaður Samfylkingarinnar segir að umboðsmanni hafi verið refsað vegna aðkomu hans að lekamálinu. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að embætti hans hefði farið í forsætisráðneytið hinn 1. apríl til að kanna mögulega aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Engin gögn hefðu sýnt fram á að svo hefði verið. Hæfisreglur nái aðeins til stjórnvaldsaðgerða en ekki pólitískrar stefnumótunar, enda þingmenn kjörnir til að sinna henni og lúti þar einungis eigin samvisku. „Ég tek að fram að ég hef ekki talið í ljósi þess sem ætla hefur mátt af fyrirliggjandi upplýsingum um aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að umræddum málum og lagalegri umgjörð þeirra, tilefni til að taka þetta mál til athugunar að eigin frumkvæði. Til viðbótar koma svo þau atriði sem ykkur eru kunnug um að það eru mjög takmarkaðir möguleikar umboðsmanns til að sinna frumkvæðisathugunum,“ sagði Tryggi á nefndarfundinum í morgun. Vísaði umboðsmaður þarna til takmarkaðrar fjárveitingar Alþingis til slíkra athugana hans. „Og það var mjög áberandi við gerð fjárlaga fyrir þetta ár að stjórnarmeirihlutinn lagði lykkju á leið sína til að refsa umboðsmanni fyrir góða framgöngu í lekamálinu. Þetta er hættumerki í íslensku samfélagi. Ég held að atburðir síðustu vikna eigi að sýna okkur mikilvægi þess að við höfum öflugar eftirlitsstofnanir og öfluga fjölmiðla sem tryggja það að við fáum að vitha hvað er á seiði í samfélaginu,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni. Eitt af því sem umboðsmaður Alþingis vakti athygli á á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag er að siðareglur ráðherra hafi ekki verið settar með fullnægjandi hætti. Það væri Alþingis að herða þar á. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefði sett ráðherrum sínum siðareglur, en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu slíkar reglur verið samþykktar í ríkisstjórn sem væri ekki stjórnskipunarvald. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi sem þyrfti að bæta úr. „Það kom líka fram í hans máli að vegna þess að ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra í fjölmörgum liðum um stjórnskipulag málsins og aðkomu forsætisráðherra að því og starfsmanna forsætisráðherrans, telur hann rétt að bíða niðurstöðu þeirra svara,“ segir Árni Páll Árnason.
Tengdar fréttir Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35