Smíðaði bíl frá grunni Birta Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2016 19:45 Þó bílaauglýsingar teljist síst fátíðar á síðum blaðanna er þaðöllu sjaldgæfara að heimasmíðaðir fornbílar komi á sölu. Það gerðist þóá dögunum og er sá bíll ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að hann er nákvæm eftirmynd fyrsta bílsins sem kom hingað til lands. Það er Sverrir Andrésson sem á heiðurinn af smíði bílsins. „Það eru mörg ár síðan mér datt fyrst í hug að það væri gaman að smíða bíl sem væri eftirmynd Thomsens-bílsins, sem var fyrsti bílinn sem kom hingað til lands,“ segir Sverrir.Það var árið 1904 sem Dethlev Thomsen, konsúll og kaupmaður, flutti inn þýskan bíl af gerðinni Cudel. Gatnakerfi Reykjavíkur og nágrennis var ekki upp á marga fiska og hinn þánefndi mótorvagn reyndist ekki sem skyldi hér á landi og var seldur úr landi árið 1908. „Þannig að það er ekki til eitt einasta stykki úr honum hér á landi. Svo ef maður ætlar að gera bíl eins og hann þarf að búa það allt til einhvernvegin," segir Sverrir. Eftir tíðar bréfaskriftir til Þýskalands í leit að samskonar bíl eða varahlutum án árangurs ákvað Sverrir að smíða Thomsensbílinn frá grunni og hafði ljósmyndir til hliðsjónar. „Ég finn allt til íþetta sem þarf að nota. Fann til dæmis gamlan Susuki-bíl sem ég gat notað vélina úr. Og svo var bara tekið við að smíða. Og með hjálp margra góðra manna er bíllinn eins og hann er í dag," segir Sverrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn mikil völundarsmíð og vandað til verka við hvert einasta smáatriði. Það sjaldgæfa vandamál kom til dæmis upp að ekki var nógu hátt hljóð í vélinni. Sverrir fékk þá vin sinn til aðútbúa hljóðbút sem líkastan þeim látum sem fyrirmyndin framkallaði. Bíllinn er ekki sá eini sem Sverrir hefur á ferilskránni en hann á nákvæma skrá yfir þá 96 bíla sem hann hefur átt í gegnum tíðina. Sverrir segist hættur í bílastússinu. Hann geri það með öðrum hætti í dag þar sem hann safni myndum af gömlum bílum, ekki síst bílum úr Árneshreppi. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þó bílaauglýsingar teljist síst fátíðar á síðum blaðanna er þaðöllu sjaldgæfara að heimasmíðaðir fornbílar komi á sölu. Það gerðist þóá dögunum og er sá bíll ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að hann er nákvæm eftirmynd fyrsta bílsins sem kom hingað til lands. Það er Sverrir Andrésson sem á heiðurinn af smíði bílsins. „Það eru mörg ár síðan mér datt fyrst í hug að það væri gaman að smíða bíl sem væri eftirmynd Thomsens-bílsins, sem var fyrsti bílinn sem kom hingað til lands,“ segir Sverrir.Það var árið 1904 sem Dethlev Thomsen, konsúll og kaupmaður, flutti inn þýskan bíl af gerðinni Cudel. Gatnakerfi Reykjavíkur og nágrennis var ekki upp á marga fiska og hinn þánefndi mótorvagn reyndist ekki sem skyldi hér á landi og var seldur úr landi árið 1908. „Þannig að það er ekki til eitt einasta stykki úr honum hér á landi. Svo ef maður ætlar að gera bíl eins og hann þarf að búa það allt til einhvernvegin," segir Sverrir. Eftir tíðar bréfaskriftir til Þýskalands í leit að samskonar bíl eða varahlutum án árangurs ákvað Sverrir að smíða Thomsensbílinn frá grunni og hafði ljósmyndir til hliðsjónar. „Ég finn allt til íþetta sem þarf að nota. Fann til dæmis gamlan Susuki-bíl sem ég gat notað vélina úr. Og svo var bara tekið við að smíða. Og með hjálp margra góðra manna er bíllinn eins og hann er í dag," segir Sverrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn mikil völundarsmíð og vandað til verka við hvert einasta smáatriði. Það sjaldgæfa vandamál kom til dæmis upp að ekki var nógu hátt hljóð í vélinni. Sverrir fékk þá vin sinn til aðútbúa hljóðbút sem líkastan þeim látum sem fyrirmyndin framkallaði. Bíllinn er ekki sá eini sem Sverrir hefur á ferilskránni en hann á nákvæma skrá yfir þá 96 bíla sem hann hefur átt í gegnum tíðina. Sverrir segist hættur í bílastússinu. Hann geri það með öðrum hætti í dag þar sem hann safni myndum af gömlum bílum, ekki síst bílum úr Árneshreppi.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira