Lífsnauðsynleg viðbrögð eru flokkuð sem lýtaaðgerðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97%. Nordicphotos/Getty Aðgerðir sem fyrirbyggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstaklingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis býður upp á fyrirbyggjandi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýtalækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggjandi brjóstnám árið 2013.Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKAInga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamiðstöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur landsins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtökunum hafa óskað eftir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerðinni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niðurgreiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti einhvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameinsmeðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samningar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkratryggingar til þess að aðgerð sjúklings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samningur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður.Staðreyndir um BRCA Um 5% til 10% brjóstakrabbameina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá foreldri til barns. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97% Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barneignaraldri. Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Aðgerðir sem fyrirbyggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstaklingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis býður upp á fyrirbyggjandi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýtalækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggjandi brjóstnám árið 2013.Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKAInga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamiðstöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur landsins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtökunum hafa óskað eftir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerðinni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niðurgreiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti einhvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameinsmeðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samningar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkratryggingar til þess að aðgerð sjúklings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samningur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður.Staðreyndir um BRCA Um 5% til 10% brjóstakrabbameina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá foreldri til barns. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97% Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barneignaraldri. Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira