Fótbolti

Ragnar og félagar héldu hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með íslenska landsliðinu.
Ragnar í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu 0-1 öflugan útisigur á Terek Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Eina mark leiksins kom á 44. mínútu og það gerði Fedor Smolov eftir undirbúning Pavel Mamayev, en fleiri urðu mörkin ekki.

Ragnar Sigurðsson var að vanda í varnarlínu Krasnodar sem er í þriðja sætinu með 43 stig, þremur stigum frá toppliði CSKA Moscow.

Þetta er nítjándi leikurinn sem Ragnar spilar fyrir Krasnodar og hann hefur skorað eitt mark í þessum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×