Fótbolti

Birkir kom Basel á bragðið í bursti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. vísir/getty
Birkir Bjarnason skoraði eitt marka Basel þegar þeir rótburstuðu St. Gallen í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 7-0.

Íslendingurinn skoraði eina markið í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik rigndu mörkunum hjá toppliðinu í SViss.

Davide Calla skoraði tvö mörk sem og Renato Steffen, Breel Embolo skoraði eitt og Martin Angha skoraði sjálfsmark. Loktaölur 7-0.

Basel er með átján stiga forskot á Young Boys á toppi deildarinnar, en enn eru átta umferðir óleiknar. St. Gallen er í sjöunda sæti af tíu liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×