Fótbolti

Glódís hafði betur gegn Guðbjörgu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla og stöllur eru með þrjú stig eftir fyrsta leikinn í Svíþjóð.
Glódís Perla og stöllur eru með þrjú stig eftir fyrsta leikinn í Svíþjóð. vísir/óskaró
Glódís Perla Viggósdóttir hafði betur gegn Guðbjörgu Gunnarsdóttur í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 2-0.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Guðbjörg var að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Djurgarden.

Mimmi Larsson skoraði svo á 50. mínútu og hún var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu. Lokatölur 2-0.

Eskilstuna því með þrjú stig eftir fyrstu umferðina, en Djurgarden núll. Glódís og Guðbjörg spiluðu báðar allan leikinn.

Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro sem gerði 1-1 jafntefli við Umeå í sömu deild.

Örebro komst yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki De Jongh, en Lisa Lantz jafnaði eftir tæpklega klukkustundarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×