Fótbolti

Dagný á skotskónum fyrir Portland | Sjáðu markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir byrjaði tímabilið í bandarísku NWSL-deildinni heldur betur með stæl í nótt.

Hún skoraði þá annað marka Portland Thorns í 2-1 sigri á Orlando Pride.

Dagný fékk sendingu í teiginn og afgreiddi færið sitt með stæl.

Þetta var fyrsti leikur liðanna á tímabilinu og fjöldi áhorfenda var mættur til þess að fylgjast með stúlkunum.

Mark Dagnýjar og önnur tilþrif úr leiknum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×