Fótbolti

Napoli pakkaði Bologna saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dries Mertens var svakalegur í leik kvöldsins. Hér fagnar hann einu marka sinna.
Dries Mertens var svakalegur í leik kvöldsins. Hér fagnar hann einu marka sinna. Vísir/Getty
Napoli svaraði tapleiknum gegn Inter um helgina með því að rótbursta Bologna, 6-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst Napoli í 70 stig en liðið er í öðru sæti, níu stigum á eftir toppliði Juventus þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Manolo Gabbiadini skoraði tvö fyrstu mark Napoli en Dries Mertens tók þá við og skoraði næstu þrjú. David Lopez innsiglaði svo sigur Napoli með sjötta marki liðsins undir lok leiksins.

Þess má svo geta að Belgíumaðurinn Mertens lagði upp tvö mörk auk þess að skora sjálfur þrennu. Sannkallaður stórleikur hjá kappanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×