Innlent

Tekinn með kannabis, lyf og stera

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Þegar lögregluþjónar ræddu við manninn tóku þeir eftir mikilli kannabislykt og viðurkenndi hann neyslu slíkra efna.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni heimilaði maðurinn lögregluþjónunum að leita í bílnum. Þar fundust meint kannabisefni, meintir sterar og lyf sem maðurinn sagðist ekki geta gert grein fyrir.

Meintir sterar fundust einnig við leit á heimili mannsins.

Í tilkynningunni kemur fram að Lögreglan á Suðurnesjum hafi einnig kært nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Einn þeirra mældist á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Annar ók á 112 km þar sem hámarkshraði er 70.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×