Fótbolti

Stoichkov skaut sebrahest og gíraffa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stoichkov kann að stilla sér upp. Hér með byssuna og sebrahestinn sem hann felldi.
Stoichkov kann að stilla sér upp. Hér með byssuna og sebrahestinn sem hann felldi.
Dýraverndunarsinnar eru sturlaðir af reiði eftir að knattspyrnugoðsögnin Hristo Stoichkov fór til Afríku og skaut flest sem hreyfðist.

Stoichkov er fyrrum leikmaður Barcelona og landsliðsmaður Búlgaríu. Hann var á meðal bestu leikmanna heims er hann var upp á sitt besta og var kosinn sá besti í heimi árið 1994.

Fjölmargar myndir voru birtar af honum í Afríku á dögunum þar sem hann skaut fjölda dýra.

Þar á meðal sebrahest, gíraffa og antílópu. Hann stillti sér svo upp, sæll og glaður, með dýrunum á eftir.

„Ég virði Stoichkov fyrir það sem hann gerði sem leikmaður. Hann fyllti búlgörsku þjóðina stolti á sínum tíma. Það sem hann hefur aftur á móti gert í Afríku er sorglegt og villimannslegt,“ sagði búlgarski dýraverndunarsinninn Stella Raicheva.

Stoichkov vefur gíraffanum sem hann skaut utan um sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×