Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar halda áfram að tapa

Ólafur Ingi var í byrjunarliði Genclerbirligi þegar liðið tapaði á heimavelli í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Ólafur Ingi var í byrjunarliði Genclerbirligi þegar liðið tapaði á heimavelli í tyrknesku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Ólafur Ingi Skúlason lék fyrri hálfleikinn þegar lið hans Genclerbirligi beið lægri hlut fyrir Konyaspor á heimavelli í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 0-1.

Sigurmarkið skoraði Dimitar Rangelov á 90. mínútu en Genclerbirligi er í 11. sæti deildarinnar með 32 stig en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.

Ólafur Ingi var í landsliðshópi Íslands á dögunum en þurfti að fara snemma heim vegna meiðsla aftan í læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×