Fótbolti

Meistararnir í Norrköping töpuðu fyrsta leiknum í titilvörn sinni

Kári Árnason og félagar hans í Malmö FF hófu leiktíðina í Svíþjóð með sigri á meisturunum í Norrköping.
Kári Árnason og félagar hans í Malmö FF hófu leiktíðina í Svíþjóð með sigri á meisturunum í Norrköping. vísir/epa
Fjórir Íslendingar komu við sögu þegar Malmö FF tók á móti IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarliði Malmö FF og þeir Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði IFK Norrköping.

Meistararnir í IFK Norrköping komust yfir á 16. mínútu en Malmö FF jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Malmö FF bætti við tveimur mörkum í síðasti hálfleik og fór að lokum með 3-1 sigur af hólmi.

Enginn Íslendingur komst á blað í markaskorun en Viðari Erni var skipt af velli á 77. mínútu í stöðunni 2-1. Leikurinn var opnunarleikur tímabilsins í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×