Fótbolti

Vökvunarkerfið fór í gang í miðjum leik hjá Alfreð | Myndband

Skondið atvik átti sér stað á 42. mínútu í leik Mainz og Augsburg sem nú stendur yfir. Heimamenn í Mainz voru með boltann á miðjum eigin vallarhelmingi þegar sjálfvirkur vökvunarbúnaður á vellinum fór í gang.

Gera þurfti örstutt hlé á leiknum á meðan slökkt var á úðaranum og var ekki annað að sjá en að leikmönnum og dómara hafi verið nokkuð skemmt.

Myndband af atvikinu má finna hér í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×