Fótbolti

Stabæk hafði betur í Íslendingaslagnum gegn Klepp

Gunnhildur Yrsa var í byrjunarliði Stabæk sem bar sigurorð á Klepp í 2. umferð norsku deilarinnar.
Gunnhildur Yrsa var í byrjunarliði Stabæk sem bar sigurorð á Klepp í 2. umferð norsku deilarinnar. vísir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Stabæk sem vann 1-0 sigur á Íslendingaliðinu Klepp. Sigurmarkið kom strax á 5. mínútu. Gunnhildi var skipt af velli á 90. mínútu.

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Ólafsdóttir lék allan leikinn með Klepp en þjálfari liðsins er Hafnfirðingurinn Jón Páll Pálmason.

Norska deildin er nýfarin af stað og þessi tvö lið hafa farið misvel af stað. Stabæk hefur unnið báða leiki sína það sem af er og er því með fullt hús stiga. En hins vegar hefur Klepp tapað báðum leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×