Fótbolti

19 sigrar í síðustu 20 leikjum hjá Juventus staðreynd eftir sigur á Empoli

Mario Mandzukic tryggði Juventus sigur á Empoli í kvöld en Juve hefur nú sex stiga forystu á toppnum.
Mario Mandzukic tryggði Juventus sigur á Empoli í kvöld en Juve hefur nú sex stiga forystu á toppnum. vísir/getty
Mario Mandzukic, Króatinn skæði í framlínu Juventus, tryggði liðinu 1-0 sigur á Empoli í kvöld en liðin mættust á Juventus Stadium í Tórínó. Markið kom á 44. mínútu.

Juventus hefur þar með unnið 19 af síðustu 20 deildarleikjum sínum en síðasta tap liðsins í deildinni kom gegn Sassuolo 28. október 2015.

Ekki nóg með það heldur hefur Juventus aðeins fengið sjö mörk á sig í þessum 20 leikjum en skorað 45 mörk.

Juventus er nú með sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Napoli er í öðru sæti en á leik til góða á morgun þegar liðið heimsækir Emil Hallfreðsson og félaga í Udinese.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×