Fótbolti

Kolbeinn í byrjunarliði Nantes sem tapaði öðrum leiknum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeini tókst ekki að skora í dag.
Kolbeini tókst ekki að skora í dag. vísir/afp
Nantes tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Lille á heimavelli, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Nantes en var tekinn af velli á 77. mínútu.

Kolbeinn hefur komið við sögu í 25 deildarleikjum á tímabilinu en aðeins skorað þrjú mörk. Íslenski landsliðsframherjinn er á sínu fyrsta tímabili hjá Nantes eftir að hafa komið til franska liðsins frá Ajax síðasta sumar.

Nantes er í 10. sæti deildarinnar með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×