Fótbolti

Mark Arnórs dugði skammt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. mynd/Hanmarby
Margir Íslendingar í eldlínunni í sænska boltanum í kvöld en aðeins einn skoraði.

Það var Arnór Smárason sem skoraði eina mark Hammarby í 4-1 tapi gegn Elfsborg. Ögmundur Kristinsson stóð í marki Hammarby og fékk á sig fjögur mörk að þessu sinni. Hammarby með eitt stig eftir tvo leiki.

Kristinn Steindórsson og Rúnar Már Sigurjónsson voru í byrjunarliði Sundsvall sem tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Gefle.

Kristinn fór af velli á 78. mínútu. Sundsvall er með eitt stig eftir tvo leiki.

Haukur Heiðar Hauksson lagði upp annað marka AIK sem vann Östersunds, 0-2, á útivelli. AIK með 4 stig eftir tvo leiki. Haraldur Björnsson sat á bekknum hjá Östersunds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×