Fótbolti

Mourinho ætlar að snúa aftur á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mourinho.
Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho hefur nú stigið fram og viðurkennt að hann sé svo gott sem búinn að tryggja sér annað starf en hann var rekinn frá Chelsea fyrr í vetur.

Chelsea fór skelfilega af stað í deildinni og var Mourinho látinn fara í desember . Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna á Old Trafford og gæti tekið við Manchester United snemma sumars.

Sumir fjölmiðlar halda því fram að Louis van Gaal verði áfram stjóri United og Mourinho sýrlenska landsliðinu, eða fari aftur til Real Madrid og taki við spænska liðinu, en hann var þar síðast sem stjóri ári 2013.

„Ég get nánast staðfest það að ég mun snúa til baka næsta sumar,“ segir Mourinho í portúgalska tímaritinu O Jogo.

„Ég hef fengið fín tilboð á borðið. Núna þarf ég að setjast niður og hugsa málin vel og vandlega. Undir lok tímabilsins, eða í byrjun sumarsins kemur þetta allt saman í ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×