Fótbolti

Kolbeinn lék í klukkustund í tapi Nantes

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeini tókst ekki að skora í dag.
Kolbeini tókst ekki að skora í dag. vísir/afp
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Nantes töpuðu fyrir Reims í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fór 2-1.

Kolbeinn var á sínum stað í byrjunarliðið Nantes en var skipt af velli eftir um klukkustunda leik. Prince Oniangue og Nicolas De Preville skoruðu mörk Reims í kvöld en það var Johan Audel sem skoraði eina mark Nantes.

Nantes er í tíunda sæti deildarinnar með 44 stig. PSG er í efsta sætinu með 83 og er liðið löngu orðið franskur meistari. Reims er í 17.sæti með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×